Undanfarnar vikur hafa starfsmenn vinbúðanna Heiðrúnar, Kringlunnar og í Hafnarfirði verið önnum kafnir við að endurraða í hillur og fært saman tegundir þannig að nú er t.d. allt rauðvín á sama stað hvort sem það er í kjarna eða í reynslusölu. Til að gera búðirnar enn þægilegri fyrir viðskiptavini (og starfsfólk) hafa einnig verið settar upp glæsilegar merkingar í Kringlunni og Heiðrúnu. Annars vegar eru það vegvísar fyrir ofan hillurnar og vísa á víntegundir svo sem rauðvín, hvítvín og aðra yfirflokka og landamerkimiðar á hillurnar fyrir léttvínin, til að auðkenna hvaðan vínin koma.