Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, föstudaginn 1.maí. Opnunartími á fimmtudag (30. apríl) er lengur en venjulega í flestum* Vínbúðum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20. Hefðbundin opnun er laugardaginn 2. maí.
Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma allra Vínbúða.
* Athugið að á fimmtudag er hefðbundinn opnunartími í Vínbúðunum í Stykkishólmi og á Hvammstanga.