Fréttir
03.01.2014
Sala á jólabjór jókst um 7,5% á milli ára. Í ár voru seldir 616 þús. lítrar tímabilið 15. nóv. – 31. des. en á sama tímabili árið 2012 seldust 573 þús. lítrar.
Alls voru seldir 18.653 þús. lítrar af áfengi á árinu 2013 sem er 0,6% aukning frá fyrra ári. Mest var selt af lagerbjór eða rúmlega 14 milljón lítrar...
02.01.2014
Talning verður í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni. Vínbúðirnar Dalvegi, Kringlu, Skeifunni, Skútuvogi og Heiðrún eru lokaðar allan daginn, en aðrar búðir opna að talningu lokinni kl. 16 og eru opnar til kl. 18.