Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Ársreikningur ÁTVR 2002

04.04.2003

Ársfundur ÁTVR fyrir árið 2002 var haldinn 1. apríl á Stuðlahálsi. Um 60 manns mættu á fundinn en það voru birgjar, verslunarstjórar, stjórn og aðrir starfsmenn ásamt fjölmiðlamönnum:

Endingartími á opnum flöskum

01.04.2003

Sérrí geymist mjög vel eftir að flaska hefur verið opnuð. Undantekning eru fino sérrí sem á að drekka fersk og innan fárra daga. Flest önnur sérrí, t.d. Cream má segja að þoli að standa árum saman í opinni flösku. Portvín geymast nokkuð vel, misjafnlega þó...

Vínsmökkun í vinnunni

27.03.2003

'Ferskt, ungt en þroskað í ilmi, græn epli, olía, lýsi, steinryk, örlítið þreytulegt, mjúkt.' Allar þessar umsagnir og margar fleiri heyrðust í sérútbúnu smökkunarherbergi Áfengisverslunarinnar. Á borðum voru nokkrar flöskur af frönsku hvítvíni sem áttu það sameiginlegt að vera upprunnar í Alsace héraði. Níu manna íbygginn hópur lyfti glösum, horfði, lyktaði, saup á og spýtti út úr sér. Velti vöngum, skráði einkenni og gaf einkunn...

Starfsmenn ÁTVR gefa blóð

13.03.2003

Blóðbíllinn heimsótti höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi fyrir nokkrum dögum. Starfsmenn Heiðrúnar tóku áskorun um blóðgjöf vel og fóru 39 blóðgjafar í bílinn, þar af voru 26 nýir blóðgjafar...

Ný Vínbúð í Þorlákshöfn

13.03.2003

Þann 12. mars síðastliðinn, var undirritaður samningur milli ÁTVR og Olíufélagsins ehf. um samstarf vegna reksturs á Vínbúð í Þorlákshöfn og leigu á húsnæði...

Láttu vefinn auðvelda þér leitina

13.03.2003

Vissir þú að í vinbud.is er hægt að finna allar tegundir sem vínbúðir ÁTVR hafa upp á að bjóða? Og ekki nóg með það, heldur er hægt að leita að vínum sem fara vel með steikinni, humrinum og við flest annað sem kemur upp í hugann. Vefurinn getur mælt með ákveðnum vínum sem fara vel með flestum mat og einnig sagt þér hvar flaskan fæst...

ÁTVR lækkar verð í dag

13.02.2003

Vínbúðin Heiðrún og Vínbúðin í Kringlunni lækka verð á 40 tegundum áfengis . Algengt er að verð lækki um 30 %. Meðal tegunda á lækkuðu verði er XO koníak, 20 ára púrtvín, kampavín og velmetin rauðvín og hvítvín...

Söluskýrsla áfengis 2002

06.02.2003

Söluskýrsla áfengis (á pdf formi) er komin á vefinn.

Heildarstefna ÁTVR

10.01.2003

ÁTVR og starfsfólk óskar lesendum vefsins farsældar á árinu 2003 og þakkar heimsóknir á liðnu ári. Í desember s.l. var stefna ÁTVR mörkuð og markmið og mælikvarðar um árangur skýrðir. ÁTVR heldur inn í nýtt ár með gott veganesti og fullvissu um að enn megi bæta þjónustu við viðskiptavini og lesendur vefsins...

Sölutölur áfengis og tóbaks árið 2002

06.01.2003

Tölur um sölu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR árið 2002 eru nú kunnar.