Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Ársskýrsla 2021 komin út

06.05.2022

Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2021 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í skýrslunni er gerð grein fyrir áherslum gagnvart hagsmunaaðilum, en allar miða þær að því að fylgja þeim áherslum sem koma fram í heildarstefnunni.

Spennandi kokteilsíða

25.04.2022

Nú þegar sólin er farin að sýna sig er tilvalið að dusta rykið af kokteilhristaranum og koma sér í nettan kokteilgír. Á KOKTEILSÍÐU VÍNBÚÐANNA er hægt að finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum. 

Lokað sumardaginn fyrsta

19.04.2022

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl. Miðvikudaginn 20. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Páskar í Vínbúðunum

04.04.2022

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags.

ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms

31.03.2022

ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum innanlands.

ÁTVR áfrýjar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur

22.03.2022

ÁTVR hefur ákveðið að kæra til Landsréttar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðnir voru upp þann 19. mars sl. í málum ÁTVR annars vegar gegn Bjórlandi ehf. og hins vegar gegn Arnari Sigurðssyni, Sante ehf. og Santewines SAS. ÁTVR telur rétt að fá álit áfrýjunardómstóls á þeim álitamálum sem frávísun málanna er reist á.

Vefverslun einkaaðila með áfengi leiðir af sér afnám einkaleyfis að mati ÁTVR

18.03.2022

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á áfengislögum og telur að í því felist algjör stefnubreyting á áfengismálum á Íslandi og forsendubrest fyrir einkaleyfi ÁTVR..

Páskabjórinn 2022

09.03.2022

Fimmtudaginn 10. mars hefst sala páskabjórs í Vínbúðunum og í Vefbúðinni. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 16.apríl..

Rússneskur vodki tekinn úr sölu

01.03.2022

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur verið kallað eftir því að taka rússneskar vörur úr sölu. Meðal annars hafa áfengiseinkasölurnar á Norðurlöndum farið þá leið að hætta sölu á rússnesku áfengi. Á Íslandi eru lagaheimildir fyrir slíkum einhliða ákvörðunum ekki til staðar og þarf því samþykki birgja fyrir slíku...

Afmælisgjöf til þín

25.02.2022

Í tilefni 100 ára afmælis ÁTVR verða gefnir margnota pokar í Vínbúðum næstu daga. Pokarnir verða í boði á meðan birgðir endast, en um er að ræða poka sem hægt er að brjóta saman í vasa svo það fer lítið fyrir þeim og þægilegt að hafa þá með sér.