Fréttir
30.11.2004
ÁTVR hefur metið breytingar á verði áfengis í Vínbúðum og verði tóbaks í heildsölu til samræmis við breytingar áfengis- og tóbaksgjöldum sem samþykktar voru á Alþingi í gær. Auk þess hafa verið metnar inn breytingar á aðfangaverði áfengis frá innlendum birgjum sem taka gildi á morgun, 1.desember.
25.11.2004
Helgina 20.-21. nóvember sl var haldin stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel á vegum Vínbúða og Vínþjónasamtaka Íslands. Þemað var Vín með jólamatnum í tilefni að útkomu samnefnds bæklings Vínbúða. Um tuttugu innflytjendur léttvína kynntu ótrúlega fjölbreytt úrval vína, auk vínanna með jólamatnum.
12.11.2004
Glæsileg vínsýning verður haldin á Nordica hotel dagana 20.-21. nóvember nk.
Vínbúðir og Vínþjónasamtök Íslands standa að sýningunni ásamt helstu innflytjendum léttra vína.
Áhersla verður lögð á “Vínin með jólamatnum”, en það þema byrjar í Vínbúðunum strax eftir sýninguna og stendur frá 22. nóvember og út desember. Af því tilefni verður bæklingur Vínbúðanna “Vínin með jólamatnum” fyrst kynntur á sýningunni og gefst þá tækifæri til að bragða á flestum þeim vínum sem þar koma fram.
12.11.2004
ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin 2004 í gær, 11. nóvember.
Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins, Framtíðarsýnar hf., Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Markmiðið með Íslensku gæðaverðlaununum er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir raunverulegan
stjórnunarárangur og jafnframt hvetja fyrirtæki til að setja sér skýr markmið og leggja mat á árangurinn reglulega.
02.11.2004
Vínbúðin á Vopnafirði er flutt í nýtt húsnæði í Kolbeinsgötu 35 og verður rekin í samstarfi við Kauptún ehf. Vopnafirði.
Verslunarstjóri er Árni S. Róbertsson.
20.10.2004
Þar eru m.a. kynnt til sögunnar óáfeng vín sem nú fást í vínbúðum á höfuðborgarsvðinu og vínþrúgan Gewurzraminer er tekin tali. Í tilefni að bjórstemmningu í vínbúðunum eru tvær greinar um bjór í blaðinu, önnur er fróðleg grein um bjórgerð og mismunandi tegundir eftir Magnús Traustason og hin er söguleg grein eftir Hallgerði Gísladóttur, Ekki er hatur í ölkonu húsi - stiklur úr bjórsögunni.
13.10.2004
Bjórstemmning verður í vínbúðunum 13.-31. október. Viðskiptavinir geta fræðst betur um hinar mismunandi gerðir bjórs í nýútkomnum bæklingi sem dreift er í vínbúðunum.
13.09.2004
ÁTVR er aðili að Pokasjóði verslunarinnar og renna sjö krónur af hverjum seldum burðarpoka hjá ÁTVR í sjóðinn. Að tillögu ÁTVR hefur sjóðurinn ákveðið að leggja fram 4 milljónir króna til endurgerðar göngustíga við Gullfoss og viðhalds á Sigríðarstofu.
25.08.2004
Meðal efnis í Vínblaðinu er umfjöllun um tequila, helstu einkenni Sauvignon blanc þrúgunnar lýst.
24.08.2004
Miðvikudaginn 1. september 2004 breytist afgreiðslutími nokkura Vínbúða...