Fréttir
27.07.2004
Vínbúðin í Vestmannaeyjum verður opin til hádegis, föstudaginn 30. júlí....
02.07.2004
2.7.2004 12:54
44. Vínbúð ÁTVR var opnuð á Kirkjubæjarklaustri í vikunni. Hún er í Skaftárskála á horni þjóðvegar eitt og Klausturvegs.
30.06.2004
Vínblaðið er efnismikið að þessu sinni. Þorri Hringsson fjallar m.a. um vínið með grillinu og skrifar mjög fróðlega grein um frönsk vín....
22.06.2004
Ný Vínbúð var opnuð í Hólmavík fyrr í mánuðinum og er hún í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Í henni fást um 100 tegundir áfengis og er hún opin milli 17 og 18 mánudaga til fimmtudag og 16-18 á föstudögum.
10.06.2004
Árlega gera Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) könnun á hvar 'þjóðin' vill geta keypt létt vín og bjór. Í ár var niðurstaðan sú að 59,6% landsmanna voru fylgjandi því, að vara þessi fengist í matvöruverslunum....
10.06.2004
Ársfundur ÁTVR var haldinn sl. föstudag og var m.a. kynnt nýtt slagorð Vínbúða; Lifum, lærum og njótum.
Slagorðið endurspeglar þær breytingar sem áformaðar eru hjá vínbúðum og áherslubreytingar fyrirtækisins....
07.06.2004
Fólk er farið að grilla af krafti í góða veðrinu og af því tilefni verður júnímánaður helgaður vínum með grillmatnum í vínbúðunum. Í öllum vínbúðum fæst nú bæklingurinn Vínið með grillmatnum....
11.05.2004
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) er ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, afhenti Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR sérstaka viðurkenningu af þessu tilefni í gær. Verðlaunagripinn, Vegvísinn, hannaði og smíðaði Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður.
27.04.2004
Vínblaðið var að koma út og verður dreift í vínbúðirnar í dag.
Að þessu sinni er ný heildarstefna ÁTVR kynnt, sagt frá ítölsku kynningunni í vínbúðunum sem nú stendur yfir og að því tilefni fjallar Þorri Hringsson um víngerð á Ítalíu ...
06.04.2004
Stjórn ÁTVR samþykkti nú í mars nýja heildarstefnu fyrir fyrirtækið. Nýrri stefnu er ætlað að tryggja áframhaldandi þróun úr afgreiðslustofnun yfir í þjónustufyrirtæki, þar sem áhersla er lögð á að auka ánægju viðskiptavina með fyrsta flokks þjónustu ásamt kynningu og fræðslu.