Fréttir
12.11.2004
ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin 2004 í gær, 11. nóvember.
Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins, Framtíðarsýnar hf., Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Markmiðið með Íslensku gæðaverðlaununum er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir raunverulegan
stjórnunarárangur og jafnframt hvetja fyrirtæki til að setja sér skýr markmið og leggja mat á árangurinn reglulega.
02.11.2004
Vínbúðin á Vopnafirði er flutt í nýtt húsnæði í Kolbeinsgötu 35 og verður rekin í samstarfi við Kauptún ehf. Vopnafirði.
Verslunarstjóri er Árni S. Róbertsson.
20.10.2004
Þar eru m.a. kynnt til sögunnar óáfeng vín sem nú fást í vínbúðum á höfuðborgarsvðinu og vínþrúgan Gewurzraminer er tekin tali. Í tilefni að bjórstemmningu í vínbúðunum eru tvær greinar um bjór í blaðinu, önnur er fróðleg grein um bjórgerð og mismunandi tegundir eftir Magnús Traustason og hin er söguleg grein eftir Hallgerði Gísladóttur, Ekki er hatur í ölkonu húsi - stiklur úr bjórsögunni.
13.10.2004
Bjórstemmning verður í vínbúðunum 13.-31. október. Viðskiptavinir geta fræðst betur um hinar mismunandi gerðir bjórs í nýútkomnum bæklingi sem dreift er í vínbúðunum.
13.09.2004
ÁTVR er aðili að Pokasjóði verslunarinnar og renna sjö krónur af hverjum seldum burðarpoka hjá ÁTVR í sjóðinn. Að tillögu ÁTVR hefur sjóðurinn ákveðið að leggja fram 4 milljónir króna til endurgerðar göngustíga við Gullfoss og viðhalds á Sigríðarstofu.
25.08.2004
Meðal efnis í Vínblaðinu er umfjöllun um tequila, helstu einkenni Sauvignon blanc þrúgunnar lýst.
24.08.2004
Miðvikudaginn 1. september 2004 breytist afgreiðslutími nokkura Vínbúða...
05.08.2004
Fyrir verslunarmannahelgi hófust sýningar á auglýsingunni Hvað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu....
04.08.2004
Sala á áfengi um verslunarmannahelgina var 2,1% meiri í ár en árið 2003 í lítrum talið. Hins vegar var salan 2,8% minni nú en í fyrra, sé tekið mið af verðmæti seldrar vöru. Þetta þýðir að minna hefur selst af sterku áfengi um þessa verslunarmannahelgi en áður, jafnframt því að verð á bjór hefur lækkað....
30.07.2004
Vínbúðirnar og Umferðarstofa hafa tekið höndum saman um gerð auglýsinga sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Vinnuheiti auglýsinganna er ,,STOPP' og eru þær birtar í sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á auglýsingaskiltum í biðskýlum strætisvagna....