Fréttir
22.02.2005
Vínbúðirnar ásamt Umferðastofu hafa verið tilnefndar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokki almannaheillaauglýsinga. Tilnefningin er fyrir auglýsingaherferðina 'Dánarfregnir og jarðarfarir' en Hvíta húsið og Upptekið framleiddu auglýsinguna.
15.02.2005
Kynning á spænskum og portúgölskum vínum verður í vínbúðunum dagana 17. febrúar til 19. mars undir yfirskriftinni ¡Olé! ...
14.01.2005
Árið 2004 var metár í kampavínsframleiðslu. Samkvæmt frétt á vef Berry Bros & Rudd (bbr.com), verður framleiðslan nú um 380 milljón flöskur. Þar með er metið slegið frá árinu 1999 en þá voru 334 milljónir flaskna framleiddar. ...
07.01.2005
Sala áfengis í lítrum jókst um 7,9% á milli áranna 2004 og 2003, fór úr 14,7 milljón lítrum í 15,9 milljónir lítra. Söluaukning ársins 2004 miðað við fyrra ár eru því rúmar 1,1 milljónir lítra.
Ef sala á rauðvíni, hvítvíni, rósavíni og freyðivíni er lögð saman við sölu bjórs sést að samanlagt eru þessir flokkar með tæp 93% af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið. ...
27.12.2004
Sala áfengis í desember (1.des. til og með 23.des.) var 7% meiri í ár en í fyrra í lítrum talið en 5,5% meiri í verðmæti. Sala áfengis í lítrum fyrstu 23 daga mánaðarins var 1,3 milljónir lítra.
Rétt yfir 38 þúsund viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar á Þorláksmessu en um 275 þúsund viðskiptavinir hafa komu í Vínbúðirnar fyrstu 23. daga mánaðarins.
21.12.2004
Miðvikudagurinn 22. desember
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru opnar til kl. 19.00.
Aðrar Vínbúðir eru opnar til kl. 18.00 ...
14.12.2004
Tvö fyrirtæki bjóða upp á vínnámskeið með áherslu á vín og mat.
Þann 15. og 16. desember næstkomandi mun VIN.IS bjóða upp á vínsmökkunarnámskeið að Skútuvogi 5. Námskeiðið er um 2 klst og hefst klukkan 20.00 bæði kvöldin. Aðaláherslan á námskeiðinu verður hvernig para eigi jólamat og vín en einnig verður farið yfir sögu vínræktunar og landafræði vínræktunarsvæða. Leiðbeinendur munu svo leiða smökkun á vel völdum vínum. ...
30.11.2004
ÁTVR hefur metið breytingar á verði áfengis í Vínbúðum og verði tóbaks í heildsölu til samræmis við breytingar áfengis- og tóbaksgjöldum sem samþykktar voru á Alþingi í gær. Auk þess hafa verið metnar inn breytingar á aðfangaverði áfengis frá innlendum birgjum sem taka gildi á morgun, 1.desember.
25.11.2004
Helgina 20.-21. nóvember sl var haldin stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel á vegum Vínbúða og Vínþjónasamtaka Íslands. Þemað var Vín með jólamatnum í tilefni að útkomu samnefnds bæklings Vínbúða. Um tuttugu innflytjendur léttvína kynntu ótrúlega fjölbreytt úrval vína, auk vínanna með jólamatnum.
12.11.2004
Glæsileg vínsýning verður haldin á Nordica hotel dagana 20.-21. nóvember nk.
Vínbúðir og Vínþjónasamtök Íslands standa að sýningunni ásamt helstu innflytjendum léttra vína.
Áhersla verður lögð á “Vínin með jólamatnum”, en það þema byrjar í Vínbúðunum strax eftir sýninguna og stendur frá 22. nóvember og út desember. Af því tilefni verður bæklingur Vínbúðanna “Vínin með jólamatnum” fyrst kynntur á sýningunni og gefst þá tækifæri til að bragða á flestum þeim vínum sem þar koma fram.