Fréttir
13.02.2006
Sala á íslensku brennivíni árið 2005 var um 5.300 lítrar. Á þorranum í janúar og febrúar seldust um 21% af árssölunni og að jafnaði má segja að sala brennivíns á Þorranum sé um tvöfalt meiri en í meðalmánuði.
14.12.2005
Lokað verður í nokkrum vínbúðum vegna talningar þann 2. janúar 2006. Einhverjar búðir opna seinna en venjulega, en hér má finna upplýsingar um hvaða búðir verða opnar og hvenær...
08.12.2005
Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veita heimsendingarþjónustu viðskiptavini að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager. Einnig bjóðum við mikið úrval af gjafaöskjum og gjafapokum...
24.11.2005
Í næstu vínbúð má finna nýútgefinn kokteilbækling, sem inniheldur uppskriftir af hinum ýmsu kokteilum.
23.11.2005
Þemadagarnir Hátíðarvín 2005 eru nú í fullum gangi í vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð sem auðveldar valið á víninu með hátíðarmatnum...
10.11.2005
Vínsýningin 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 19 og 20 nóvember. Sýningin verður í alla staði mjög glæsileg þar sem allir helstu vínbirgjar landsins koma saman og kynna vín með hátíðarmatnum ásamt fleiru. Einnig verður hægt að smakka á dýrindis mat með vínunum, kynnast helstu nýjungum í aukahlutum og almennt fá betri innsýn í heim vínsins...
24.10.2005
Eftirfarandi vínbúðir verða lokaðar frá kl. 14:08 í dag, mánudaginn 24.október, vegna kvennafrídagsins...
10.10.2005
Vínbúðin Dalvegi opnar nú kl. 11.00 alla daga (nema sunnudaga). Áður opnaði kl. 13.00 á mánudögum.
06.10.2005
Samkvæmt könnun sem Samstarfsráð um forvarnir lét gera í maí þá er mikill meirihluti landsmanna andvígur sölu áfengis í matvöruverslunum. Símakönnunin var gerð dagana 9. – 13. maí 2005...
03.10.2005
Verðbreyting varð á 45 tegundum í tóbaki 1.október sl. Verðbreytingin kemur til vegna hækkunar á innkaupsverði frá birgjum...