Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Truflanir vegna lagfæringa á vinbud.is

09.04.2006

Vegna vinnu við lagfæringa á vef okkar, gætu sumir orðið varir við truflanir við notkun á vinbud.is mánudaginn 10.apríl. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða.

Listaverk í vínbúðum

06.04.2006

ÁTVR gefur listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í vínbúðum fyrirtækisins. ...

ÁTVR hf?

04.04.2006

Stjórnarfrumvarp um að breyta ÁTVR í hlutafélag var dreift á Alþingi þriðjudaginn 4. apríl. Ekki er ljóst hvenær frumvarpið verður á dagskrá þingsins...

Afgreiðslutími yfir páskana

04.04.2006

Miðvikudaginn 12. apríl þ.e. daginn fyrir skírdag verða vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á laugardeginum fyrir páska verður opið eins og venjulega. Lokað verður á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum.

Námskeiði frestað

03.04.2006

Framhaldsnámskeiði í vínsmökkun hefur verið frestað. Haft verður samband við þá sem þegar voru skráðir, en áætlað er að halda námskeiðið í haust.

Framhaldsnámskeið í vínsmökkun

24.03.2006

Síðastliðið haust hélt ÁTVR vínsmökkunarnámskeið fyrir almenning í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að því. Nú á vormisseri var ákveðið að endurtaka námskeiðið og er það nú í gangi...

Ný vínbúð opnuð í Garðheimum

21.03.2006

Vínbúðin í Mjóddinni hefur nú fært sig um set og ný og glæsileg vínbúð var opnuð í húsnæði Garðheima í dag.

Vínbúðin í Mjódd flytur í Garðheima

16.03.2006

Ný og glæsileg vínbúð opnar í Garðheimum þriðjudaginn 21.mars kl. 11.00. Lokað verður í Mjóddinni mánudaginn 20.mars vegna flutninganna.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

07.03.2006

Vínbúðirnar hlutu viðurkenningu Íslensku ánægjuvorgarinnar fyrir hæstu einkunn í flokki smásölufyrirtækja...

Afrískir dagar

02.03.2006

Afrískir dagar eru í vínbúðum í mars. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð, en nokkur valin afrísk vín eru á sérstöku kynningarverði...