Fréttir
25.09.2006
Til ÁTVR berast oft beiðnir um að fá að selja t.d. happdrættismiða eða annað sambærilegt. Nú hafa verið settar reglur sem banna sölustarfssemi í og við vínbúðir og þær færðar í gæðahandbók....
21.09.2006
ÁTVR gefur listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í vínbúðum fyrirtækisins.
Listamaðurinn Garðar Jökulsson sýnir nú verk sín í Vínbúðinni Dalvegi og er sýningin sú fyrsta eftir að reglur um sýningu listaverka í vínbúðum tóku gildi.
Hægt er að festa kaup á verkum Garðars, en starfsmenn vínbúðarinnar veita frekari upplýsingar.
01.09.2006
1.september breyttust afgreiðslutímar vínbúða á höfuðborgarsvæðinu....
28.08.2006
Þann 1. september var afgreiðslutími vínbúðanna samræmdur til að mæta þörfum viðskiptavina okkar....
23.08.2006
Nýtt Vínblað er komið út. Í blaðinu má meðal annars finna skemmtilega frásögn af sælkeraferð til Alsace þar sem vínum og matargerð svæðisins eru gerð góð skil. Einnig inniheldur blaðið að þessu sinni umfjöllun um fjórar algengar þrúgutegundir og hvaða matur hentar best með hverri þeirra. Hægt að nálgast Vínblaðið í öllum Vínbúðunum. Hér má finna öll vínblöðin
18.08.2006
Um 109 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina (vika 31), eða um 3% fleiri en í sömu viku árið 2005. ...
17.08.2006
Á næstu vikum mun starfsfólk á skrifstofu ÁTVR vinna a.m.k einn vinnudag í vínbúð eða dreifingarmiðstöð fyrirtækisins, og í kjölfarið munu verslunar- og aðstoðarverslunarstjórar vínbúða á höfuðborgarsvæðinu kynnast störfum á skrifstofu. Hlutverkaskiptunum er ætlað að efla liðsandann og auka skilning á milli starfsstöðva....
03.08.2006
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður lokað frá klukkan 16 föstudaginn 4.ágúst og lokað laugardaginn 5.ágúst í Vínbúðinni Vestmannaeyjum.
26.07.2006
Starfsfólk óskast í fullt starf á dreifingarmiðstöð ÁTVR. Vinnutími er frá kl. 7.30 til 16.30.
24.07.2006
Frá janúar til júníloka seldu vínbúðirnar rúmlega 8,5 milljónir lítra af áfengi. Er það 9,2% meiri sala en á sama tíma árið 2005. ...