Fréttir
20.12.2022
Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðina við Mývatn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag þriðjudaginn 20. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.
19.12.2022
Uppfært: Búið að opna í Hveragerði!
Enn er víða ófært og því miður nær starfsfólk okkar ekki á staðinn til að opna Vínbúðina í Hveragerði á tilsettum tíma í dag. Opnað verður um leið og færi gefst. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
17.12.2022
Uppfært: Búið er að opna Vinbúðina í Þorlákshöfn, en Vínbúðin Hveragerði er enn lokuð.
----
Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðirnar í Hveragerði og Þorlákshöfn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag, laugardaginn 17. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.
12.12.2022
Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og því er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru hulduheimsóknir framkvæmdar af óháðum aðila í öllum stærri Vínbúðum þ.e. á höfuðborgarsvæðinu á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Allir aðilar sem framkvæma hulduheimsóknirnar eru á aldrinum 20 – 24 ára. Árangur þeirra fór niður á Covid árunum en er nú á uppleið og er 83% það sem af er ári, en markmið Vínbúðanna er 90%. Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt. Vínbúðirnar hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði, það flýtir almennt fyrir afgreiðslu sem er mikilvægt nú þegar einn annasamasti tími ársins er framundan.
08.12.2022
ÁTVR hefur samið við Hríseyjarbúðina um afhendingu á vörum úr Vefbúð Vínbúðarinnar. Markmiðið er að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini í Hrísey sem geta nú nálgast allt það úrval vara sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hingað til hefur afhending vara úr Vefbúðinni einskorðast við Vínbúðirnar og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi, en nú hefur Hríseyjarbúðinni verið bætt við í tilraunaskyni. Það er von Vínbúðanna að þessi þjónusta mælist vel fyrir.
04.11.2022
Nú fást gjafakort í öllum Vínbúðum og hægt er að velja hvaða upphæð sem er. Einnig er hægt að kaupa kortin í Vefbúðinni, en þá með föstum upphæðum: 5.000, 10.000, 15.000 eða 20.000 kr. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru tilvalin tækifærisgjöf.
26.10.2022
Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður. Um 130 vörunúmer verða í sölu sem er nokkuð sambærilegt og í fyrra. Þar af eru um 30 nýjar tegundir sem ekki hafa verið áður í sölu.
29.09.2022
Vínbúðin Álfrún í Hafnarfirði verður opin lengur frá og með mánudeginum 3. október. Opið verður alla virka daga frá 10-20, en áfram verður opið á laugardögum frá 11-18. Vínbúðin er þar með orðin sú fjórða sem er opin lengur, en Vínbúðirnar í Skeifu, Skútuvogi og á Dalvegi hafa einnig sama opnunartíma.
26.09.2022
Vínbúðin Fáskrúðsfirði verður því miður lokuð í dag (mánudag) vegna veðurs.
22.09.2022
Berglind Helgadóttir, sem unnið hefur sem vínsérfræðingur hjá Vínbúðunum í mörg ár hefur nú hlotið hæstu gráðu frá einum virtasta vínskóla í heimi, Wine and Spirits Education Trust School London (WSET). Gráðan kallast WSET Level 4 Diploma in Wines and Spirits en að henni lokinni hlýtur viðkomandi nafnbótina DipWSET. Aðeins tveir íslendingar hafa hlotið þessa nafnbót og báðir vinna hjá Vínbúðunum. Einungis um 12.000 manns hafa hlotið þessa gráðu í heiminum.