Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Hvernig á að smakka vín?

23.06.2008

Þegar smakka á vín verður að hafa ákveðna hluti í huga. Smakkararnir verða að vera vel fyrir kallaðir, lýsingin góð, loftræsting þarf að vera í lagi og hitastig í rýminu skiptir vissulega máli. Rétt hitastig á vínunum er einnig mikilvægt atriði að ógleymdum glösunum sem drekka á úr. Ílátin í smökkunarherberginu skipta svo að sjálfsögðu máli og það hvernig vínið sjálft er smakkað. Meðfylgjandi grein er eftir Gissur Kristinsson, vínráðgjafa Vínbúðanna, en hún birtist einnig í nýjasta Vínblaðinu sem hægt er að nálgast í Vínbúðunum.

Vínráðgjafar veita góð ráð

19.06.2008

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til þess að auka vöruþekkingu starfsmanna með það að leiðarljósi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Nú þegar hafa átta starfsmenn lokið alþjóðlegri gráðu frá virtum vínskóla og eru þeir til þjónustu reiðubúnir í Vínbúðum.

Um helgina verða vínráðgjafar til taks í Vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni og á Eiðistorgi.

Grillveisla í Vínbúðunum

02.06.2008

Nú er Grillveisla í Vínbúðunum í júní. Hægt er að nálgast frábærar grill-uppskriftir og upplýsingar um hvaða vín henta með.

Einnig er nýútkomið Vínblað með fullt af fróðleik um vín og mat. Blaðið er hægt að nálgast frítt í næstu Vínbúð.

Opnað verður á Selfossi og í Hveragerði á morgun, laugardag

30.05.2008

Þrátt fyrir mikið rask af völdum jarðskjálftans í fyrradag hefur tekist vel að hreinsa vínbúðirnar á Selfossi og í Hveragerði. Búðirnar verða því opnar með hefðbundnum hætti á morgun. Afgreiðslutími Vínbúðarinnar í Hveragerði er frá 11-14 og afgreiðslutími Vínbúðarinnar á Selfossi er frá 11-16...

Lokað í dag á Selfossi og í Hveragerði

30.05.2008

Lokað verður í Vínbúðunum á Selfossi og í Hveragerði í dag vegna rasks sem varð af völdum jarðskjálftans. Báðar búðirnar eru illa farnar og mikið brotið. Hreinsun er hafin, en óvíst er hvenær hægt verður að opna búðirnar. Bent er á að Vínbúðirnar á Þorlákshöfn, Hellu og Hvolsvelli eru opnar í dag. Nánar verður auglýst þegar hægt verður að opna á ný á Selfossi og í Hveragerði.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Vínbúðinni Hveragerði, en ljóst er að mikil vinna er framundan við að koma búðinni í stand.

Ný Vínbúð opnar í Borgartúni

09.05.2008

Ný Vínbúð hefur verið opnuð í Borgartúni 26. Í versluninni, sem er 450 fermetrar að stærð, verður lögð sérstök áhersla á gæðavín og vínráðgjöf. Opnun verslunarinnar er í samræmi við þá stefnu ÁTVR að byggja upp þjónustu með þarfir hinna ólíku viðskiptavina í huga og grundvalla Vínbúðirnar á hvatningu til að njóta áhugaverðrar tengingar matar og vína.

ÁTVR hefur einnig hafið nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja. Markmiðið er að minna fólk á að umgangast áfengi af ábyrgðartilfinningu og sóma.

Eru skrúftappar framtíðin?

02.05.2008

Umræðan um hvað verði um korktappann í framtíðinni hefur verið ótrúlega sterk undanfarin ár, en allir sem hafa fylgst vel með vöruvali vínbúðanna undanfarin ár, hafa veitt því athygli að vínum með skrúftappa fjölgar stöðugt... Í dag er staðan sú að það eru helst þrjár tegundir tappa sem hafa náð fótfestu á markaðinum. Þetta eru að sjálfsögðu korktapparnir sem enn eiga langsamlega stærsta hluta markaðarins. Þar á eftir í röðinni eru nú skrúftapparnir og síðastir í röðinni koma svo plasttapparnir...

Fiskiveisla í Vínbúðum í apríl

02.04.2008

Nú eru þemadagarnir Fiskiveisla hafnir í Vínbúðum. Viðskiptavinir geta nálgast girnilegar uppskriftir og fengið upplýsingar um vínin sem henta með. Einnig er nýútkominn bæklingur um vín með fiski, en þar má finna nokkrar einfaldar aðferðir sem reynst hafa vel við að velja vín með fiskréttum.

Sætvín og súkkulaði

24.03.2008

Grein úr Vínblaðinu: Nú er sá tími sem við Íslendingar innbyrðum hvað mest súkkulaði, oft í formi páskaeggja, en einnig slæðast þó stöku konfektmolar og gæða súkkulaðibitar með. Fyrir kemur að ég er beðinn um aðstoð við að velja vín með súkkulaði og ósjaldan er óskað eftir rauðvíni. Ég hef vissulega bragðað rauðvín sem virkaði vel með súkkulaði, en oftar hef ég þó orðið fyrir vonbrigðum. Aftur á móti hef ég upplifað ánægjulegar bragðlaukagælustundir með hvítum sætvínum og súkkulaði...

Afgreiðslutími yfir páska

14.03.2008

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 19. mars eins og um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR