Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Salan jókst fyrstu 8 mánuði ársins

04.09.2008

Sala í lítrum fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 4,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 3,8% á tímabilinu og rauðvíns um 3,2%. Sala á hvítvíni heldur áfram að aukast og er nú 15,4% meiri en í fyrra. Sala í ókrydduðu brennivíni og vodka eykst einnig umfram meðaltal og er 7%.

Velta áfengis á tímabilinu var 11,2 milljarðar króna en var 10,2 milljarðar í fyrra og nemur aukningin 10,5% á milli ára.

Ostaveisla í Vínbúðunum

01.09.2008

Í september er Ostaveisla í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast frábærar uppskriftir með ostaívafi og upplýsingar um hvaða vín henta með. Einnig hefur verið gefinn út skemmtilegur bæklingur um osta og vín.

Ostar hafa náð miklum vinsældum, bæði sem hluti af máltíð og sem sjálfstæðir réttir, auk þess sem þeir eru mikið notaðir í matargerð, en ostabakkar eru einnig vinsælir. Sjaldgæft er að vín og ostar fari mjög illa saman, en þó eru ýmsar samsetningar sem ætti að forðast.

Einnig eru fróðlegar greinar um osta, vín og margt fleira í nýútgefnu Vínblaði sem fæst í næstu Vínbúð.

Ný Vínbúð í Skútuvogi

23.08.2008

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð í Skútuvogi 2. Verslunin er opin frá 9-20 alla virka daga og 11-18 á laugardögum. Skipulag Vínbúðarinnar er svipað og í Vínbúðinni Borgartúni, en allur bjór er afmarkaður í stórum kæli. Þannig fá viðskiptavinir meira næði til að skoða fjölbreytt úrval vína á meðan aðrir viðskiptavinir fá bjórinn sinn kaldan, en mikil eftirspurn hefur verið eftir þeirri þjónustu.

Nóg er af bílastæðum fyrir framan búðina og aðgengi viðskiptavina með besta móti.

3 nýir vínráðgjafar bætast í hópinn

13.08.2008

Í maí síðastliðnum var í annað sinn haldið próf á vegum WSET-skólans (Wine and Spirit Education Trust) á Íslandi. Vínbúðirnar eru samstarfsaðili skólans sem kemur að kennslu og prófum á því efni sem tekið er fyrir á sérfræðinganámskeiði Vínskólans sem rekinn er af Vínbúðunum.

Þrjár konur þreyttu erfitt próf og náðu því með góðum árangri. Viðskiptavinir Vínbúðanna geta nýtt sér þjónustu þeirra sem og annarra vínráðgjafa í Vínbúðum. Vínráðgjafarnir eru allir auðkenndir með svuntum, merktum með nafni.

Mikið verslað fyrir verslunarmannahelgina!

05.08.2008

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 12,2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar.

Sambærileg aukning er í fjölda viðskiptavina en 127 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, en í sömu viku í fyrra komu 113 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Fjölgun viðskiptavina er því 12,1%...

Sýnum skilríkin brosandi

05.08.2008

Á starfsfólki Vínbúðanna hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi. Vínbúðirnar eru nú með átak í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði. Þannig er markmiðið að fæla frá þau ungmenni sem ekki hafa náð tvítugsaldri og búa jafnframt aðra undir að framvísa skilríkjum á jákvæðan hátt.

Vínbúðirnar víða opnar á laugardegi um Verslunarmannahelgi

31.07.2008

Landsmenn hafa haft þá venju að mæta allir sem einn í Vínbúðirnar á föstudeginum fyrir Verslunarmannahelgi, en margar Vínbúðanna eru einnir opnar á laugardaginn, en þá er mun minna að gera í búðunum og minni raðir. Það gæti því verið betra fyrir einhverja að flýta sér hægt og sleppa biðröðunum.

Vínbúðirnar eru opnar með hefðbundnum hætti þessa daga, að nokkrum búðum undanskildum, sem hafa lengri afgreiðslutíma um þessa helgi en venjulega... sjá nánar...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

25.07.2008

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein af annasömustu vikum ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 108 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þessari viku. Meðaltal fjögurra vikna þar á undan var 83 þúsund viðskiptavinir og aukningin því um 30%. Alls voru seldir 698 þúsund lítrar af áfengi í vikunni og greiddu viðskiptavinir 440 milljónir króna fyrir. Þar af var bjór um 544 þúsund lítrar eða 78% af því magni sem selt var sem er það sama og árshlutfallið...

Kokteilbæklingur í næstu Vínbúð

14.07.2008

Það er gaman að bjóða gestum upp á fallega og bragðbóða kokteila í samkvæmum, en meðferð áfengis er vandasöm og hlutverk gestgjafans felst jafnt í því að skemmta gestum sínum og veita í hófii.

Í næstu Vínbúð er hægt að nálgast bækling með skemmtilegum sumarkokteilum. Auk uppskrifta er þar að finna upplýsingar um hvaða tæki er gott að hafa við hendina við gerð kokteila og fleira nytsamlegt.

Aukið vöruúrval í Hveragerði

29.06.2008

Frá og með 1.júlí verður vöruval í Vínbúðinni í Hveragerði aukið. Áður voru 200 tegundir til sölu í Vínbúðinni, en nú verða þær 300. Að auki hefur afgreiðslutíminn verði lengdur til að koma til móts við óskir viðskiptavina.

Í sumar verður Vínbúðin því opin sem hér segir:
mán-fim: 11-18 / fös: 11-19 / lau:11-16