Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lokað á sumardaginn fyrsta og 1.maí

22.04.2009

Vínbúðirnar verða lokaðar á sumardaginn fyrsta og 1. maí nk þar sem óheimilt er samkvæmt áfengislögum að hafa áfengisverslanir opnar á þessum dögum.

Sá sem flöskustúturinn lendir á...

14.04.2009

Umferðarstofa í samvinnu við Vínbúðirnar eru þessa dagana að hrinda af stað auglýsingaherferð sem heitir „Sá sem flöskustúturinn lendir á“ en með þessu átaki er ökumönnum gerð grein þeim afleiðingum sem ákvörðunin um að aka eftir neyslu áfengis getur haft. Herferðin verður fyrst og fremst í netmiðlum og útvarpi.

Salan í mars minni en í fyrra

08.04.2009

Sala áfengis í mars dróst saman um 11% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs dróst saman um tæp 9% og sala rauðvíns um 19%.

Sala áfengis í lítrum tímabilið janúar-mars miðað við sama tíma fyrir ári dróst saman um 4% miðað við sama tíma fyrir ári, úr 4.137 þús. í 3.969 þús.lítra. Sala rauðvíns dróst saman um -10% en sala lagerbjórs um -2%.

Ný Vínbúð á Flúðum

06.04.2009

Skrifað hefur verið undir samning um leigu á húsnæði við Akurgerði 4, fyrir nýja Vínbúð á Flúðum. Áformað er að opna nýja Vínbúð þar fyrir sumarið. Vínbúðin verður sjálfsafgreiðslubúð með rúmlega 100 mest seldu tegundirnar í vöruvali.

Kælir í Heiðrúnu

27.03.2009

Verið er að breyta Vínbúðinni Heiðrúnu um þessar mundir. Eftir helgina mun stór og glæsilegur bjórkælir verða tekinn í notkun, en hann mun geyma allan bjór sem seldur er í Vínbúðinni auk mest seldu freyði- og hvítvínanna. Um 170 tegundir af bjór eru til sölu í Vínbúðunum Heiðrúnu, Skútuvogi og Kringlunni og er kælirinn í Heiðrúnu yfir 100 fermetrar að stærð.

Ný stjórn og reglugerðarbreyting

19.03.2009

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá Fjármálaráðuneytinu: Fjármálaráðherra hefur gert tvenns konar breytingar á reglugerð um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og tekur hún gildi nú þegar. Annars vegar er ákvæðum reglugerðarinnar um álagningu stofnunarinnar á áfengi og tóbaki breytt til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, á síðastliðnu haustþingi. Hins vegar eru gerðar breytingar á ákvæðum um stjórn Áfengis- og tóbaksverslunarinnar þannig að stjórnarmönnum er fjölgað úr þremur í fimm og stjórnin er skipuð til ársloka 2009. Sjá nánar...

Fjármálaráðuneytið og ÁTVR breyta reglum til hagsbóta fyrir framleiðendur á landsbyggðinni

17.03.2009

Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhús ÁTVR á Stuðlahálsi. Með því verður til dæmis kleift að taka við vörum frá Vífilfelli á Akureyri, Ölvisholt á möguleika á að afhenda vöru á Selfossi, Mjöður getur afhent vöru á Stykkishólmi og Bruggsmiðjan getur afhent vörur annað hvort á Dalvík eða Akureyri.
...sjá nánar.

Nýtt Vínblað komið í búðir

12.03.2009

Nú er hægt að nálgast nýtt Vínblað í Vínbúðunum. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Höskuld Jónsson, fyrrverandi forstjóra ÁTVR þar sem hann ræðir á skemmtilegan hátt um 'Bjórdaginn mikla'. Einnig er þar grein um það hvers vegna og hvort við eigum að umhella víni, áfengi í mat, Mojito uppskriftir, Ítölsk vín o.fl. Í blaðinu má finna grein þar sem það er kannað hvort kreppan hafi áhrif á sölu áfengra drykkja.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

04.03.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar.

Að þessu sinni var ánægja viðskiptavina 17 fyrirtækja mæld en niðurstöður byggja á svörum um 4300 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Í flokki smásöluverslana var ÁTVR í fyrsta sæti með 66,2 og hækkar um 2,3 stig á milli ára. ÁTVR og BYR voru einu fyrirtækin sem hækkuðu á milli ára.
..sjá nánar.

Sala áfengis í febrúar 2009

04.03.2009

Sala áfengis í febrúar dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs dróst saman um tæp 8% á tímabilinu og sala hvítvíns um 3%.

Að einhverju leyti má rekja skýringuna á samdrættinum til hlaupársdags, en hann bar upp á föstudegi í fyrra. Það voru því fimm föstudagar í febrúar 2008 á móti fjórum í ár. Ekki er hægt að rekja breytingu á neyslu til afmælis bjórsins 1.mars. Ef bornir eru saman laugardagurinn 28.febrúar í ár og 1.mars í fyrra er samdrátturinn í sölu 9,7% en samdráttur í sölu bjórs 10,1% Hlutfall bjórs af heildarsölunni er einnig mjög svipað þennan dag eða rétt um 80% af seldu magni ....sjá nánar.