Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Enn meiri leitarmöguleikar í vöruleitinni

10.12.2009

Nú hafa bæst við tveir nýjir leitarmöguleikar í vöruleitinni. Hægt er að leita eftir NÝJUM vörum (allar nýjar vörur í mánuðinum) og einnig er hægt að finna þær vörur sem eru í TÍMABUNDINNI sölu (svo sem jólabjór, páskabjór o.fl.)

Nú getur þú t.d. hakað við táknið 'Tímabundið' og fengið upp alla jólabjóra og jólavöru sem er í tímabundinni sölu í desember. Það sama gildir um páskabjóra og aðra árstíðar- og tímabundnar söluvörur.

Nýttu þér leitarmöguleikana í vöruleitinni til að finna einmitt það sem þú leitar að.

Sala áfengis dregst saman á milli ára

03.12.2009

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni en árið 2008. Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni aukist. Sala á sterku áfengi þ.e. ókrydduðu brennivíni og vodka hefur dregist saman 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.

Salan í nóvember dróst saman um 4,1% samanborið við nóvember í fyrra. Þar vegur þungt minni sala á lagerbjór og sterkum drykkjum.

Margir bíða spenntir eftir jólabjórnum

23.11.2009

Viðskiptavinir bíða margir spenntir eftir jólabjórnum, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Um sextán jólabjórar munu verða til sölu um þessi jól, en sala þeirra hófst, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 19.nóvember. Einhverjar nýjar tegundir bætast í hóp jólabjóranna í ár, en að öðru leyti ættu viðskiptavinir að þekkja flestar tegundir frá fyrri árum.

Sala áfengis janúar til október

11.11.2009

Sala áfengis í október var 15,3% minni í lítrum talið en í október árið 2008. Meginástæðu fyrir þessum mikla mun má rekja til þess að 31. október í fyrra kom mikill fjöldi viðskiptavina í Vínbúðirnar í kjölfar frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi hækkun á áfengisgjaldi. Þann dag komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en á hefðbundnum föstudegi koma að meðaltali um 29 þús. viðskiptavinir...

Pantaðu snemma og sæktu í þína Vínbúð

28.10.2009

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.

Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan eða smella á 'Vöruleit' hér til vinstri. Ef varan er með mynd af körfu fyrir aftan, er hægt að kaupa hana í Vefbúðinni.

Úrvalið er mikið í Vefbúðinni og því hægt að segja að valið hafi stóraukist fyrir þá sem búa nálægt minni Vínbúðum...

Sala áfengis nánast óbreytt frá í fyrra

07.10.2009

Sala áfengis fyrstu 9 mánuði ársins nánast óbreytt í magni á milli ára en salan í september dróst saman um 2,7%.

Það sem af er árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman um 1,7% í magni á milli ára, sala á hvítvíni hefur aftur á móti aukist um 6,4%. Sala á lagerbjór jókst á milli ára um 1,5% en dregið hefur úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka á árinu. Sala í september er 2,7% minni í magni á milli ára.

Vínbúðin Siglufirði í nýjan búning

23.09.2009

Vínbúðin Siglufirði hefur nú fengið á sig nýjan blæ, en nú er Vínbúðin orðin að sjálfsafgreiðsluverslun.

Vínbúðin Siglufirði er ein af elstu Vínbúðum landsins, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1932. Starfsemin flutti hinsvegar í núverandi hús árið 1945 og hingað til hafa viðskiptavinir fengið afgreitt yfir borð, eins og þekkt er í minni Vínbúðum á landsbyggðinni. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um land allt og eru um 26 þeirra svokallaðar minni búðir (með 100 til 200 tegundir í sölu).

Við vonum að viðskiptavinir verði ánægðir með breytingarnar, enda markmiðið að auka þægindi viðskiptavina og veita enn betri þjónustu.

Bjór í matargerð

22.09.2009

Vín í matargerð er eitthvað sem flestir þekkja, hvort sem er til að sjóða upp úr, í sósuna, marineringu eða slíkt, en einhverra hluta vegna nota færri bjór í matargerð.

Það er mjög sniðugt að nota bjór til að meyra kjöt, en þar sem sýrustig bjórs er lægra en víns, brýtur bjórinn vöðvann ekki niður eins hratt og vínið. Bjór gefur matnum einnig góðan kryddkeim og eykur á fyllingu sósunnar og þéttleika. Auðvitað er ekki sama hvaða bjór maður notar, en bragðmikill bjór gefur meira bragð, humlaríkur bjór gefur meira krydd, dekkri bjór gefur meiri hnetu-, súkkulaði- og/eða lakkrískeim...

Tóbakssala jókst á fyrstu 8 mánuðum ársins

16.09.2009

Velta í sölu á tóbaks fyrstu 8 mánuði jókst um rúm 19%, fór úr 5,6 milljörðum í 6,6 milljarða. Sala vindlinga, sem eru tæplega 92% af veltu tóbaks, minnkaði hins vegar í magni á tímabilinu um tæp 6%. Sala vindla minnkaði í magni um 2%, á meðan sala í reyktóbaki og neftóbaki jókst um 33% og 19% á tímabilinu...

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

15.09.2009

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3% í magni miðað við sama tímabil í fyrra.

Sala rauðvíns dróst saman um 1,4%, sala hvítvíns jókst um 6,4%, en sala á brandí dróst saman um 21,5%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um rúm 7% og aðrar bjórtegundir en lagerbjór og öl um rúm 35% Svipaður samdráttur er í blönduðum drykkjum eða 36,6%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í rúmlega 10,7 milljónum lítra fyrstu 8 mánuði ársins og jókst salan um 1,8% frá því á sama tíma í fyrra.