Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lokað sumardaginn fyrsta

17.04.2023

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Miðvikudaginn 19. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Grænu skrefin í öllum Vínbúðum

16.03.2023

Vínbúðirnar hafa nú í mörg ár verið þátttakendur í Grænum skrefum í Ríkisrekstri, en í maí 2018 voru allar starfsstöðvar komnar með öll fimm skrefin. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Vínbúðirnar vinna einnig eftir virkri umhverfis- og loftlagsstefnu þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum.

Páskabjórinn komin í sölu

02.03.2023

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 35 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 8. apríl. Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja, en í vöruleitinni er hægt að skoða hvað er í boði á hverjum tíma og í hvaða Vínbúðum varan fæst. Sam­kvæmt yf­ir­liti frá Vín­búðunum eru 30 af þess­um bjór­um ís­lensk­ir en þrír er­lend­ir.

Vínbúðirnar fyrirmyndarstofnun 2022

17.02.2023

Niðurstaða í Stofnun ársins 2022 var kynnt í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, og hlutu Vínbúðirnar titilinn fyrirmyndarstofnun ársins 2022. Titilinn hljóta fyrirtæki og stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna. Könnunin náði til tæplega 40.000 starfsmanna á opinberum vinnumarkaði. Stærðarflokkarnir eru þrír og er Vínbúðin í flokki þeirra sem eru með 90 eða fleiri starfsmenn.

Fleiri nýir afhendingarstaðir

27.01.2023

Vínbúðirnar hafa nú samið við þrjá nýja afhendingarstaði fyrir Vefbúðina, en í desember sl. opnaði fyrsti afhendingarstaður ÁTVR í Hrísey og annar í Borgarfirði Eystri nú í janúar. Nú eru það Gunnubúð á Raufarhöfn, sem opnar í dag 31. janúar, og næstu daga opnar einnig fyrir afhendingu úr Vefbúðinni hjá Jónsabúð í Grenivík og Búðinni í Grímsey.

Lokað á Patreksfirði tímabundið

26.01.2023

Uppfært: Búið er að opna búðina!_____
Því miður er ekki hægt að opna Vínbúðina á Patreksfirði samkvæmt hefðbundnum opnunartíma í dag vegna krapaflóðs sem féll úr Geirseyrargili. Búið er að loka umferð um svæðið þar sem flóðið féll og því kemst starfsfólk okkar ekki til vinnu. Búðin verður því lokuð þar til búið er að meta aðstæður og opna fyrir umferð um svæðið aftur.

Lokað vegna rafmagnsleysis

16.01.2023

Uppfært: Unnt var að opna Vínbúðina í Reykjanesbæ eftir að rafmagn kom á um kl. 17:30. Rafmagn komst seinna á í Grindavík og ekki náðist að opna þar.
---- Vínbúðirnar í Reykjanesbæ og Grindavík eru lokaðar í dag (mánudag) vegna rafmagnsleysis. Opnað verður um leið og rafmagn kemst aftur á.

Þorrabjórinn 2023

12.01.2023

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skuli bjóða þorra velkominn með því meðal annars að vera berfættur, fara í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn. Hugsanlega hefur þessi siður ekki verið langlífur, en íslendingar hafa engu að síður í gegnum tíðina fagnað þorranum með því að gera vel við sig í mat og drykk þar sem hinn alræmdi þorramatur spilar stórt hlutverk. Bjórframleiðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja og taka þátt í hátíðarhöldunum með því að bjóða upp á árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 12. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 20 janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2022

02.01.2023

Alls seldust rúmlega 24 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2022. Til samanburðar var sala ársins 2021 rúmlega 26 milljón lítrar. Í heildina dróst salan saman um 8,4% á milli ára. Sala dróst saman í öllum helstu söluflokkum en mismikið eftir flokkum. Sala rauðvíns dróst saman um rúmlega 16% á meðan sala hvítvíns dróst saman um 9%.

Gleðilega hátíð!

30.12.2022

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar um opnunartíma hér á síðunni og hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með tilkynningum ef raskanir verða á opnunartímum vegna veðurs eða ófærðar...