Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Nýr bæklingur um Ítalíu

03.07.2012

Nýr bæklingur eftir vínráðgjafann Pál Sigurðsson er nú fáanlegur í Vínbúðunum. Í bæklingnum er að finna fróðlegar upplýsingar um vín og helstu vínræktarhéruð Ítalíu, auk sex girnilegra uppskrifta að réttum sem eru undir ítölskum áhrifum. Njóttu vel!

Salan fyrstu 6 mánuðina

02.07.2012

Sala áfengis jókst um 2,9% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,8% og hvítvíns um 6,4% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um rúmlega 3%. Sala á ávaxtavínum hefur aukist um tæp 50% það sem af er ári. Hins vegar hefur dregið úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka..

Vínbúðin á Hellu opnaði í dag

29.06.2012

Vínbúðin á Hellu opnaði á ný í dag, en henni var lokað árið 2010 vegna breytinga á leiguhúsnæði. Vínbúðin er á sama stað og áður í verslunarkjarnanum og er Sigríður Magnea Sigurðardóttir verslunarstjóri.

Í sumar er Vínbúðin opin mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga frá 11-19 og laugardaga frá 11-16. Nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúðarinnar. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð á Hellu.

Ný gerð plastpoka

28.06.2012

Vínbúðirnar hafa nú sett nýjan plastpoka í umferð. Á undanförnum árum hafa umbúðir áfengis breyst talsvert m.a. er algengara að bjór sé seldur í magnpakkningum og rauðvín og hvítvín í kössum. Þessar umbúðartegundir kalla síður á plastpokakaup en vín í flöskum...

Vínbúðin opnar á Hellu

26.06.2012

Í mars árið 2010 lokaði ÁTVR Vínbúðinni á Hellu vegna framkvæmda sem voru í tengslum við leiguhúsnæði Vínbúðarinnar. Nú eru framkvæmdir í húsinu langt komnar og Vínbúðin mun opna að nýju á sama stað og áður.

Vínbúðin opnar föstudaginn 29.júní kl. 12:00, en Sigríður Magnea Sigurðardóttir mun sjá um verslunarstjórn.

ÁTVR og UN Global Compact

15.06.2012

ÁTVR hefur nú gerst aðili að UN Global Compact sem og undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum sameinuðu þjóðanna og innleiða þær inn í vörukaupaferli fyrirtækisins.

Í því fellst að ÁTVR gerir kröfu um að vörur sem birgjar bjóða upp á séu í samræmi við sáttmálann sem kveður á um afnám barnaþrælkunar, virðingu mannréttinda, aðbúnað á vinnustað, umhverfismál og varnir gegn spillingu...

Nýtt Vínblað komið út!

11.06.2012

Nú er nýtt og sumarlegt Vínblaðið komið út. Í blaðinu að þessu sinni er meðal annars að finna girnilegar ítalskar uppskriftir, fróðleik um vínhéraðið mikla Toscana, áhugaverða grein um vínin sem marka stefnuna í spænskri víngerð næsta áratuginn og ferska og forvitnilega kokteila frá Sushisamba. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum, njótið vel!

Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins

01.06.2012

Sala áfengis jókst um 1,5% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 3% og hvítvíns um 5% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um 3%.

Vafi um gildistöku staðals um tregbrennanlegar sígarettur

30.05.2012

ÁTVR hefur borist svar við erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem staðfestur var sá skilningur ÁTVR að vafi leiki á því hvort staðallinn ÍST EN 16156:2010 hafi öðlast skyldubindandi gildi hér á landi og réttaróvissa ríki um gildistöku hans.

Það skal ítrekað að allar sígarettur sem eru til sölu hjá ÁTVR uppfylla kröfur staðalsins og hafa gert í marga mánuði. Hér má sjá svar innanríkisráðuneytisins við erindi ÁTVR.

HÉR er að finna frétt frá ÁTVR um málið frá því í mars 2012.

Vínhandbókin á vefnum

16.05.2012

Í tilefni 90 ára afmælis ÁTVR var gefin út glæsileg Vínhandbók í febrúar sem viðskiptavinum bauðst frítt í Vínbúðunum. Vínhandbókin hefur hlotið mikið lof og verið afar vinsæl og því fá eintök eftir. Nú er hægt að nálgast PDF af handbókinni hér á vefnum þar sem öllum er velkomið að skoða hana eða prenta út til eigin nota. Njótið vel!

VÍNHANDBÓKIN