Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Veisla frá Suður-Frakklandi

01.03.2013

Í mars eru þemadagar í Vínbúðunum og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að Suður-Frakklandi og þeim frábæru vínum sem þaðan koma.
Í Vínbúðum og hér á vefnum má nálgast fallegan bækling með lista yfir þemavínin, fróðleik um Suður-Frakkland og girnilegar uppskriftir frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant.

Bon appétit!

Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu þriðja árið í röð!

21.02.2013

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Við þökkum viðskiptavinum okkar sem völdu Vínbúðirnar besta fyrirtækið í flokki smásölufyrirtækja og starfsfólki sem gerir viðskiptavini okkar ánægða á hverjum degi.
Takk fyrir okkur!

Vínbúðin á Kirkjubæjarklaustri flytur

21.02.2013

Vínbúðin Kirkjubæjarklaustri hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Klausturvegi 15. Nýja Vínbúðin er sjálfsafgreiðsluverslun en áður var afreiðslan yfir borð. Á undanförnum árum hefur þeim Vínbúðum fækkað mjög þar sem afgreitt er yfir borð og eru nú eingöngu fimm Vínbúðir af 48 sem hafa það fyrirkomulag.

Sigurlaug Jónsdóttir hefur verið ráðinn verslunarstjóri á nýja staðnum og opnunartíminn verður sá sami og áður þ.e. yfir veturinn er opið mán.-fim 17-18 og frá kl. 14 – 18 á föstudögum. Yfir sumartímann er opið lengur.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn.

Vínbúðin Austurstræti opnar eftir breytingar

08.02.2013

Vínbúðin Austurstræti hefur nú opnað á ný eftir miklar endurbætur. Gólfi, lofti, ljósum og innréttingum var skipt út og er búðin nú algjörlega umbreytt, björt og falleg. Fyrri hönnun var frá árinu 1992 og því kominn tími á andlitslyftingu. Verið velkomin í breytta og bætta Vínbúð í Austurstræti.

Sala áfengis og tóbaks í janúar

04.02.2013

Sala áfengis er 1,4% minni í ár en í fyrra. Meira er selt af rauðvíni og hvítvíni en samdráttur er í sölu á lagerbjór, sterku áfengi og blönduðum drykkjum. Ef sala áfengis í janúarmánuði er skoðuð tímabilið 2006 – 2013 þá er salan í ár sú minnsta á tímabilinu....

Nýr kokteilbæklingur

16.01.2013

Fyrir jólin kom út nýr og spennandi kokteilbæklingur. Í honum má finna úrval spennandi óáfengra og áfengra kokteila auk uppskrifta af bollum sem hentugt er að bjóða upp á í ýmis konar samkvæmum. Einnig eru góðar leiðbeiningar um hvaða tæki og tól er gott að hafa við höndina þegar blanda á kokteila og hvernig útbúa má síróp af ýmsu tagi til að bragðbæta blöndurnar.

Við breytum og bætum Vínbúðina Austurstræti

03.01.2013

Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Austurstræti sem áætlað er að standi yfir þar til í byrjun febrúar. Skipt verður meðal annars um gólfefni og nauðsynlegar endurbætur gerðar á innréttingum.

Vínbúðin verður lokuð á meðan á framkvæmdum stendur og er viðskiptavinum bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Borgartúni, Vínbúðina Eiðistorgi og Vínbúðina Kringlunni.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð.

Sala áfengis og tóbaks árið 2012

02.01.2013

Sala á áfengi í desember var 2,2% minni en sama mánuð í fyrra. Vikan fyrir áramót er jafnan ein annasamasta vika ársins og er árið í ár engin undantekning.

Dagana 27. – 31. desember voru seldir 513 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 2% meira en sömu daga í fyrra. Í ár bar 30. desember upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Mikið var að gera á gamlársdag og víða mynduðust langar biðraðir en þá komu 29.700 viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 7,1% meira...

Talning 2. janúar

01.01.2013

Talning verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar Vínbúðir opna að talningu lokinni.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýja árinu!

Gamlársdagur

31.12.2012

Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá klukkan 9-14 á gamlársdag, mánudaginn 31. desember. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!