Fréttir
03.07.2014
Sala áfengis jókst um 3,8% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 4,4% og léttvíni um 2,1% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,1%.
Í einstaka vöruflokkum var sala á rauðvíni og hvítvini minni á fyrstu sex mánuðunum á meðan sala á lagerbjór jókst um 3,9%...
25.06.2014
Enn og aftur minna Vínbúðirnar á sig sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Auglýsingaherferðin 'Komdu með skilríki frekar en afsakanir' fjallar um þær afsakanir sem fólk reynir að nota þegar það getur ekki framvísað umbeðnum skilríkjum í Vínbúðunum.
Markmiðið er minna á mikilvægi þess að muna eftir skilríkjunum og að fólk sé jákvætt þegar spurt er um þau. Við undirbúning var byggt á reynslu starfsfólks, en auglýsingarnar eru í léttum dúr og leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gulla, snýr nú aftur í hlutverki afgreiðslukonunnar sem sló í gegn í Bíddu- herferðinni.
13.06.2014
Nýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir, en í þessari sumarútgáfu kennir ýmissa grasa. Vínráðgjafarnir okkar fara á kostum í að fræða okkur um hin ýmsu málefni. Júlíus fjallar um sumarvínin og hvernig við breytum um stíl á sumrin, Páll ræðir um leyndardóma Lambrusco og Gissur skrifar um vínrækt í Suður-Afríku.
Í blaðinu er einnig að finna uppskriftir af sumarlegum kokteilum og girnilegum réttum frá veitingahúsinu Nauthól. ÁTVR hefur lengi verið í fararbroddi varðandi..
11.06.2014
Í júní og júlí verða þemadagar í Vínbúðunum með áherslu á Suður-Afríku. Landið er áttunda stærsta vínframleiðslulandið í dag, enda ríkja þar kjörskilyrði til vínræktunar. Víngerðin er blómleg, metnaðarfull og fjölbreytt og spannar ýmsar tegundir vína.
Bækling með spennandi sumaruppskriftum frá veitingastaðnum Nauthól má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola...
04.06.2014
Sala áfengis jókst um tæp 4% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3,9% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 0,5% og hvítvíni um 0,6%. Athygli vekur að á meðan sala léttvína er að dragast saman er aukning í sölu á ókrydduðu brennivíni og vodka um 0,7%. ...
26.05.2014
Vínbúðin Hveragerði hefur nú flutt í nýtt og stærra húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Með flutningi Vínbúðarinnar hefur aðstaða fyrir viðskiptavini batnað til muna auk þess sem aðstaða starfsfólks hefur verið stórbætt. Nýja húsnæðið er töluvert stærra en þar sem Vínbúðin var áður staðsett.
Við óskum Hvergerðingum til hamingju með glæsilega Vínbúð.
14.05.2014
Ársskýrsla ÁTVR 2013 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks.
Hagnaður fyrirtækisins nam 1.304 m. kr. árið 2013 í samanburði við 1.340 m. kr. árið 2012. Rekstrartekjur ársins vou 27,4 milljarðar kr. Tekjur af sölu áfengis voru 18.202 m. kr. og hækkuðu um 2% milli ára. Tekjur af sölu tóbaks jukust um 5,1% á milli áranna 2012 og 2013 og voru 9.133 m. kr.
08.05.2014
Sala áfengis jókst um 3% í lítrum fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 1,3% og hvítvíni um 2,1%.
30.04.2014
Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum og í Vínblaðinu.
Hægt er að leita eftir flokkum eins og fiskur, kjúklingur og eftirréttir. Með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum. Sumarið er tíminn! Nú er kjörið að finna uppskrift af dýrindis sumarsalati eða safaríkri steik til að setja á grillið.
Njótið vel!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF
30.04.2014
Fimmtudaginn 1.maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, verður lokað í öllum Vínbúðum.
Föstudaginn 2.maí verður opið skv. venju.