Fréttir
29.09.2014
Verið er að vinna miklar endurbætur á Vínbúðinni Dalvík og verður hún lokuð í þrjá daga, mánudaginn 29.september til miðvikudagsins 1.október. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 2.október. Opnunartíminn verður sá sami og áður, eða mánudaga til fimmtudaga 14-18 og föstudaga 12-19 yfir vetrartímann.
Við biðjum viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þetta rask kann að valda, en bjóðum alla velkomna í endurbætta Vínbúð fimmtudaginn 2.október.
12.09.2014
Í dag, föstudaginn 12.september munu flestar verslanir og þjónustuaðilar í Stykkishólmi hætta með plastpoka á sínum snærum. Vínbúðin Stykkishólmi tekur að sjálfsögðu þátt í átakinu og mun leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum margnota poka. Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar og er þetta átak mjög í þeim anda.
Í dag stendur yfir hátíð í Stykkishólmi þar sem vistvænar leiðir eru kynntar...
09.09.2014
Sala áfengis jókst um 2,7% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 3,3% og léttvíni um 1,2% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,3%.
08.09.2014
Glænýtt Vínblað er komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Bjór er ekki bara bjór, en áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þar fer hann yfir helstu eiginleika bjórs og helsta hráefni. Þá er að finna í blaðinu grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem birtist fyrst í Vínblaðinu fyrir 10 árum og ber heitið Stiklur um bjórsögunni. Greinin er úr bók Hallgerðar, Íslensk matarhefð sem var gefin út árið 1999. Í blaðinu er farið í helstu flokka bjórs, Júlíus vínráðgjafi gefur ..
26.08.2014
Helgin 22. - 23.ágúst var hefðbundin í fjölda viðskiptavina. Ekki varð vart við aukningu vegna viðburða í kringum Menningarnótt í Reykjavík. Um 5% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu um síðastliðna helgi en helgina þar á undan, 32.600 á móti 31.400.
Fjöldi viðskiptavina sem kom í Vínbúðirnar var einnig svipaður og sömu helgi fyrir ári, en þá heimsóttu um 32.000 viðskiptavinir Vínbúðirnar á ..
05.08.2014
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,3% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 724 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 727 þúsund lítrar. 0,1% færri viðskiptavinir komu einnig í Vínbúðirnar á tímabilinu miðað við í fyrra eða rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir bæði árin.
Sala á föstudeginum var 7,5% meiri í ár en í fyrra og munar það því að í fyrra var 1. ágúst á fimmtudegi en á föstudegi í ár. Á móti kemur að salan á fimmtudeginum 31. júlí í ár var tæplega 21% minni en í fyrra.
24.07.2014
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra var metár í komu viðskiptavina í Vínbúðirnar þessa tilteknu viku en rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar frá mánudeginum 29. júlí til laugardagsins 3. ágúst. Tæplega 727 þúsund lítrar af áfengi seldust þessa viku en til samanburðar seldust 438 þúsund lítrar vikuna 15. til 20. júlí. Að jafnaði er salan vikuna fyrir verslunarmannahelgi 50-60% meiri en í hefðbundinni viku í júlí.
18.07.2014
Breytingum á Vínbúðinni á Djúpavogi er nú lokið. Með tilkomu nýrra innréttinga hefur rýmið stækkað fyrir viðskiptavini og Vínbúðin nú öll bjartari og skemmtilegri. Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Djúpavogi en nú geta viðskiptavinir sótt vörur sínar sjálfir í hillur eins og í öðrum Vínbúðum. Við erum sannfærð um að breytingarnar verði viðskiptavinum sem og starfsfólki til ánægju og þökkum um leið þolinmæði á meðan á framkvæmdum hefur staðið.
15.07.2014
Vínbúðin Vopnafirði opnar aftur í dag kl. 16, en búðin var lokuð í gær vegna bruna í matvöruverslun sem er við hliðina á Vínbúðinni. Mikið verk hefur verið unnið við að reykræsta og þrífa sót sem lá yfir öllu. Fjölmargir aðilar komu að þeirri vinnu auk starfsfólks Vínbúðarinnar svo sem lögregla, slökkvilið, starfsfólk HB Granda og fleiri og þökkum við öllum þessum aðilum fyrir flott starf. Engar skemmdir urðu á vörum, tækjum eða búnaði Vínbúðarinnar.
14.07.2014
Vínbúðin Vopnafirði er lokuð í dag, mánudag, en eldur kviknaði í kjörbúðinni Kauptúni þar í bæ aðfaranótt mánudags þar sem Vínbúðin er einnig til húsa. Vínbúðin sjálf slapp við eldinn, en mikill reykur var á svæðinu og er verið að vinna við að reykræsta.
Unnið er að því að meta aðstæður og þrífa og vonandi verður hægt að opna búðina fljótt. Næsta búð er á Þórshöfn, en þar er opið frá kl. 16-18 í dag.