Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Búið að opna allar Vínbúðir

14.03.2015

Búið er að opna allar Vínbúðir eftir ofsaveður sem gekk yfir landið í morgun.

Ekki hægt að opna vegna veðurs

14.03.2015

Vegna veðurs verður því miður ekki hægt að opna allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar á tilsettum tíma. Opnað verður um leið og veður gengur niður og samgöngur komast í eðlilegt horf. Best er að hringja í viðkomandi Vínbúðir til að tryggja að náðst hafi að opna hana áður en lagt er af stað.

Mars Vínblað komið út

13.03.2015

Nýtt Vínblað er komið út en blaðið er fyrsta tölublað ársins. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Súkkulaði og rauðvín, súperfæði. Þar fjallar Páll um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við val á rauðvíni með súkkulaði.

Ný búð á Blönduósi

26.02.2015

Vínbúðin á Blönduósi opnar í dag, fimmtudag, í nýju og glæsilegu húsnæði að Húnabraut 5 (við hlið Arionbanka). Á sama tíma hefur gömlu búðinni á Aðalgötunni verið lokað, en Vínbúðin hefur verið starfrækt þar frá árinu 1994, þegar Vínbúð fyrst opnuð á Blönduósi.

Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

18.02.2015

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls eru 10 tegundir komnar í sölu, en fleiri eru væntanlegar. Sala á Páskabjór hefst á Öskudag (18.febrúar) og stendur til loka Dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir Páska. Síðasti söludagur er því laugardagurinn 4. apríl.

Innihald íslensks neftóbaks

17.02.2015

Í dag hafa fjölmiðlar fjallað um innihald íslensks neftóbaks. ÁTVR vill leiðrétta þann misskilning að verslunin hafi ekki upplýst Landlækni um nikótíninnihald og innihald krabbameinsvaldandi efna í neftóbakinu. Landlæknir hafði þessi gögn í höndum í mars 2013 eða um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir.

Vínbúðin Húsavík endurbætt

10.02.2015

Vínbúðin Húsavík opnaði aftur 5. febrúar sl. eftir gagngerar breytingar. Töluverð andlitslyfting hefur verið gerð á búðinni og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum undanfarið en Vínbúðin var lokuð frá 2. til 4. febrúar vegna framkvæmdanna. Um óbreyttan fermetrafjölda er að ræða en Vínbúðin er nú öll bjartari með tilkomu nýrrar lýsingar og þá hefur Vínbúðin verið máluð í ljósum lit.

Okkar er ánægjan!

30.01.2015

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, annað árið í röð, en niðurstöður ársins voru kynntar í morgun. Vínbúðin fékk hæstu einkunn viðskiptavina 74,8.

Lokað á Húsavík

30.01.2015

Lokað verður vegna framkvæmda á Vínbúðinni á Húsavík dagana 2. til og með 4. febrúar. Opnað verður svo aftur fimmtudaginn 5.febrúar, en miklar endurbætur eru væntanlegar á Vínbúðinni.

Þorrabjórinn mættur

23.01.2015

Þorrabjórinn er kominn í sölu í Vínbúðum, en sölutímabilið er frá bóndadegi, 23.janúar til 21.febrúar. Hér er hægt að sjá þær tegundir sem eru í boði, en hægt er að sjá í hvaða Vínbúð varan er með því að smella á viðkomandi vöru.