Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Opnað aftur á Hvammstanga

21.11.2014

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð á Hvammstanga, en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á búðinni. Nú er ekki lengur afgreitt yfir borð, heldur ná viðskiptavinir sjálfir í sínar vörur eins og í öðrum Vínbúðum.

Vínbúðin á Hvammstanga hefur verið starfrækt síðan í júní árið 2000, en hún flutti í núverandi húsnæði í september 2005 í byggingarvörudeild Kaupfélagsins.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna!

Lokað á Hvammstanga

17.11.2014

Þessa dagana er verið að vinna við endurbætur á Vínbúðinni Hvammstanga, en lokað verður þar dagana 17.-19. nóvember. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 20.nóvember kl. 17:00.

Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Hvammstanga, en nýja búðin verður sjálfsafgreiðslubúð eins og nánast allar Vínbúðir eru í dag. Vínbúðin verður þó enn á sama stað inn af byggingarvöruverslun Kaupfélagsins.

Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur og bjóðum alla velkomna í nýja og glæsilega búð 20.nóvember.

Sala áfengis og tóbaks janúar - október

14.11.2014

Sala áfengis jókst um tæp 12 % í lítrum í október í samanburði við árið í fyrra. Söluaukning er í öllum helstu vöruflokkum m.a. var 11% meiri sala í rauðvíni og lagerbjór en í sama mánuði 2013.

Sala áfengis hefur aukist um 3,8% það sem af er ári þ.e. janúar – október í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur var í sölu á hvítvíni en aukning var í öðrum helstu vöruflokkum. Sala á lagerbjór jókst um 3,7% en um 14% aukning var í sölu á ávaxtavínum og 16% aukning í blönduðum drykkjum...

Jólabjórinn kominn í sölu 2014

14.11.2014

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, föstudaginn 14. nóvember. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag. Að þessu sinni verða 34 vörunúmer (29 tegundir) í sölu.

Best er að nýta vöruleitina til að sjá hvaða tegundir eru í boði og í hvaða Vínbúðum þær fást. Leitað er eftir bjór og hakað í reitinn „tímabundin sala“ sem er að finna neðst í leitarvélinni (táknað með klukku). Þá kemur upp listi jólabjórtegunda. Með því að smella á nafn vörunnar er síðan hægt að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst og hvaða magn er til hverju sinni.

Hér er hægt að sjá lista  yfir þær tegundir jólabjóra sem eru í sölu

Fireball líkjör innkallaður

11.11.2014

Innflytjandi viskílíkjörsins Fireball Cinnamon (Haugen Gruppen ehf.) hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna frá neytendum. Ólíkar reglur gilda um innihald efnisins propylene glycol í Evrópu og Bandaríkjunum, en framleiðandi líkjörsins (Sazerac Company) sendi óvart vöru sem var ætluð bandaríkjamarkaði og því uppfyllir hún ekki evrópskar reglur. Engu að síður er vert að nefna að varan er ekki talin hættuleg neytendum.

Þeir viðskiptvinir sem hafa umrædda vörutegund undir höndum eru hvattir til að snúa sér til næstu Vínbúðar og fá vöruna endurgreidda.

Jólabjórinn 14.nóv

30.10.2014

Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 14. nóvember nk. Samkvæmt reglugerð á sala á jólavörum að hefjast 15.nóvember ár hvert. Þar sem sá dagur lendir á laugardegi í ár og margar Vínbúðir á landsbyggðinni lokaðar, fékkst heimild til að hefja sölu á jólavörum deginum fyrr en vanalega.

Á síðasta ári seldust um 616.000 lítrar af jólabjór í Vínbúðunum sem var ríflega 7% aukning frá árinu 2012. Að þessu sinni verða í boði 36 mismunandi vörunúmer af 29 tegundum..

Fireball viskílíkjör tekinn úr sölu.

27.10.2014

ÁTVR hefur ákveðið að taka viskílíkjörinn Fireball Cinnamon úr sölu í Vínbúðunum a.m.k. tímabundið á meðan verið er að kanna hvort varan innihaldi óleyfilegt magn af própýlenglýkóli.

ÁTVR barst um helgina tilkynning frá finnsku áfengiseinkasölunni, Alko, þar sem fram kemur að við hefðbundið eftirlit hafi mælst of hátt gildi af própýlenglýkóls í umræddri vörutegund. Í tilkynningunni segir jafnframt að varan sé ekki hættuleg neytendum.

Þeir viðskiptavinir sem hafi umrædda vörutegund undir höndum geta snúðið sér til næstu Vínbúðar og fengið vöruna endurgreidda.

Staðreyndir um uppröðun og staðsetningu vöru í Vínbúðum

17.10.2014

Í tilefni af hugleiðingu Pawels Bartoszek í Fréttablaðinu laugardaginn 11. október, meðal annars um uppröðun og staðsetningu vöru í Vínbúðum, vill ÁTVR benda á að við veitum fúslega upplýsingar um hvaða reglur gilda um uppröðun og staðsetningu vöru.

Hjá ÁTVR gilda skýrar verklagsreglur varðandi uppröðun og staðsetningu á vörum í Vínbúðum og eru þær birtar birgjum á sérstöku vefsvæði. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði og hlutleysi í framsetningu vöru. Í meginatriðum er yfirflokkum raðað saman, til dæmis léttvínum, bjór o.s.frv. Við uppröðun ...

Sala áfengis og tóbaks janúar – sept.

08.10.2014

Sala áfengis jókst um 6% í lítrum í september í samanburði við árið í fyrra. Í einstaka vöruflokkum er söluaukning í öllum helstu söluflokkum.

Sala áfengis hefur aukist um 3% það sem af er ári þ.e. janúar – september í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur er í sölu á rauðvíni og hvítvíni. Sala á lagerbjór jókst um 2,9% en um 14% aukning er í sölu á ávaxtavínum og blönduðum drykkjum...

Bjór og matur í október

06.10.2014

Allur bjór er flokkaður í 6 bjórflokka, sem hver hefur sín einkenni og fróðlegt er að sjá og kynnast hvaða tegundir falla undir sama flokk. Með hverjum flokki eru lýsandi matartákn sem gefa til kynna með hvaða mat bjórinn hentar, þó það sé svo að sjálfsögðu smekksatriði hjá hverjum og einum. Bjórflokkana er hægt að skoða hér á vinbudin.is og einnig í Vínbúðunum.

Gefinn hefur verið út bæklingur með skemmtilegum uppskriftum frá veitingastaðnum Kol, en uppskriftirnar einkennast af einfaldleika með klassískum undirtóni og því um að gera að láta á hæfileikana reyna í eldhúsinu.