Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

ÁTVR hafnar alfarið niðurstöðum Clever Data

15.05.2015

Að gefnu tilefni vegna umræðu sem orðið hefur i kjölfar skýrslu Clever data er rétt að eftirfarandi komi fram. Skýrslan er á engan hátt unnin fyrir ÁTVR eða í samvinnu við ÁTVR. Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið.

Opið lengur á miðvikudaginn

12.05.2015

Miðvikudaginn 13. maí verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Lokað er í Vínbúðum á Uppstigningardag, fimmtudaginn 14. maí.

Vöruleitin hjá Vínbúðunum

04.05.2015

Í nýjasta tölublaði Vínblaðsins, en Vínblaðið er gefið út fjórum sinnum á ári og má nálgast frítt í öllum Vínbúðum, má lesa grein eftir Pál Sigurðsson, vínráðgjafa, þar sem hann fjallar um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við valið.

Opið lengur á fimmtudaginn

28.04.2015

Fimmtudaginn 30. apríl verður opið í Vínbúðunum um land allt eins og um föstudag sé að ræða. Lokað verður á verkalýðsdaginn, föstudaginn 1. maí.

Úrval umhverfisvænna poka

24.04.2015

Vínbúðirnar bjóða upp á nokkrar tegundir af umhverfisvænum pokum enda kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Samfélagsábyrgð skiptir Vínbúðirnar miklu máli og höfum við stolt tekið þátt í umhverfisábyrgð meðal annars með því að stuðla að því að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum.

Föstudagsopnun á miðvikudegi

21.04.2015

Miðvikudaginn 22. apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða, en lokað er í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl.

Sala áfengis og tóbaks janúar til mars

14.04.2015

Sala áfengis jókst um tæp 3% í lítrum það sem af er ári þ.e. janúar – mars í samanburði við árið 2014. Hafa ber í huga að samanburðurinn er ekki alveg marktækur þar sem páskarnir voru um miðjan apríl í fyrra en í byrjun apríl í ár og sala páskavikunnar kemur að hluta inn í sölutölur marsmánaðar í ár.

Aðgengi fatlaðra að Vínbúðum

07.04.2015

Síðustu daga hefur verið talsvert fjallað um aðgengi fatlaðra að þjónustu á landsbyggðinni í tengslum við ferð Brands Bjarnasonar Karlssonar um landið. Ánægjulegt er að sjá að almennt eru ekki gerðar athugasemdir við aðgengi fatlaðra að Vínbúðum en hins vegar er ástæða til að gera athugasemdir við tvenn ummæli sem höfð eru eftir Brandi eftir umrædda ferð...

Opnað á Hólmavík eftir breytingar

07.04.2015

Opnað var í Vínbúðinni Hólmavík þriðjudaginn 31. mars. Um merkt tímamót er að ræða hjá Vínbúðunum en nýja búðin er sjálfsafgreiðslubúð en ekki afgreitt yfir borðið eins og verið hefur fram að þessu. Með opnuninni eru því allar Vínbúðirnar sjálfsafgreiðslubúðir.

Opnunartími Vínbúða um páskana

30.03.2015

Miðvikudaginn fyrir páska, þann 1. apríl, verða Vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður opið til klukkan 19 og til klukkan 20 á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni.