Fréttir
19.10.2015
Viðskiptavinir athugið. Vegna verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október.
Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.
17.10.2015
Allar Vínbúðir verða opnar laugardaginn 17.október, líka þær sem venjulega eru lokaðar á laugardögum. Ef verkfall leysist ekki verða allar Vínbúðir hinsvegar lokaðar á mánudag og þriðjudag.
15.10.2015
Viðskiptavinir athugið. Vegna verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. október og aftur mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október.
Opið verður í öllum Vínbúðum laugardaginn 17.október. Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.
12.10.2015
Viðskiptavinir athugið. Komi til verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. október og aftur mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október.
Miðvikudaginn 14.október verður opið lengur í Vínbúðunum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður opið í öllum Vínbúðum laugardaginn 17.október. Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.
01.10.2015
Í október beinist athyglin að bjór og mat í Vínbúðunum, en þar er hægt að nálgast ferskan bækling með spennandi matar-uppskriftum og fróðleik um hina helstu bjórflokka.
29.09.2015
Í septembertölublaði Vínblaðsins ræður haustið ríkjum. Þar má finna grein um rabarbara með uppskrift af rabarbaramauki og rabarbara og basilkokteil og eins ljúffenga uppskrift af sólberjalíkjör. Þar er einnig fróðleg umfjöllun um IPA bjórstílinn sem er afar vinsæll nú um stundir. Páll vínráðgjafi kennir okkur síðan undirstöðuatriðin í vínsmökkun sem gaman er að prófa í góðra vina hópi. Að venju má einnig finna fréttir úr vínheiminum, árgangatöflu og vöruskrá Vínbúðanna í Vínblaðinu. Njótið vel!
25.09.2015
Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna veittu nýverið Vínbúðunum Hjólaskálina, en hún er veitt þeim sem hlúð hafa vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar sem almennan ferðamáta.
18.09.2015
Dagur B. Eggertson borgarstjóri afhenti samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 17.september. ÁTVR fékk viðurkenningu fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna, en Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu í tengslum við evrópska samgönguviku.
03.09.2015
Í september hafa margir kosið að leggja áherslu á heilsuna og sneyða að mestu hjá sykri. Hér á heimasíðu Vínbúðanna má finna úrval af spennandi uppskriftum af hollum og girnilegum réttum sem tilvalið er að prófa í september. Njótið vel!
05.08.2015
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,8% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 719 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 725 þúsund lítrar.