Fréttir
08.12.2015
Nú er rafmagn komið á í Vínbúðinni á Akureyri og búðin verður opnuð kl. 14:30. Þar sem verið er að notast við vararafstöð mun þjónusta vera í lágmarki í dag. Við biðjum viðskiptavini að sýna skilning.
08.12.2015
Vegna rafmagnsleysis er Vínbúðin á Akureyri lokuð eins og stendur. Við munum láta vita um leið og hægt verður að opna.
07.12.2015
Vegna slæmrar veðurspár verður Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu lokað kl. 16.00 í dag, auk fleiri Vínbúða. Í samræmi við ráðleggingar Almannavarna er áhersla lögð á að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina þannig að allir verði
komnir heim áður en óveður skellur á.
26.11.2015
Vínbúðin hefur nú opnað á ný í Spönginni í björtu og fallegu húsnæði. Aðstaða er öll til fyrirmyndar, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Afmarkað kælt svæði er fyrir bjórinn og mikið lagt upp úr vinnuhagræði fyrir starfsfólk. Opnunartíminn er mánudaga- fimmtudaga 11-18, föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18.
17.11.2015
Nýverið skrifaði ÁTVR undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum, en alls 103 fyrirtæki og stofnanir skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.
12.11.2015
Vínbúðin Neskaupstað hefur opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Hafnarbraut 15. Vínbúðin er afar vel staðsett og aðgengi hið besta viðskiptavini, auk þess sem hún hefur verið stækkuð til muna.
11.11.2015
Skrifstofa ÁTVR og Dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi hlutu fyrr á árinu viðurkenningu Grænna skrefa, en höfuðstöðvarnar hafa nú lokið við öll fimm skrefin og var í raun önnur ríkisstofnunin til að ná þeim árangri.
29.10.2015
Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast föstudaginn 13. nóvember.
28.10.2015
Samningar hafa náðst náðst á milli ríkisins og SFR og ljóst að verkfalli hefur verið aflýst. Vínbúðirnar munu þó vera opnar á miðvikudag eins og um föstudag sé að ræða auk þess sem allar Vínbúðir verða opnar á laugardag eins og áður var auglýst.
21.10.2015
Í dag er opið í öllum Vínbúðum, en fyrstu boðuðu verkfallshrinu er nú lokið. Ef ekki næst að semja hefst næsta verkfallshrina fimmtudaginn 29.október, en þá verður lokað eftirfarandi daga..