Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Ársskýrsla 2015 komin út

10.06.2016

Ársskýrsla ÁTVR 2015 er komin út, nú í fyrsta skipti á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks

ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2016

22.05.2016

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016 voru kynntar ellefta árið í röð þann 12. maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki en auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Rósavín og matur

12.05.2016

Sumarið er í hugum margra tími rósavínsins. Það er létt og ferskt og langbest borið fram kælt, sem er tilvalið á heitum sumardegi. Það hentar vel með grillmat og léttum sumar réttum, möguleikarnir á ljúffengri pörun með mat eru nánast endalausir.

Jafnlaunavottun

11.05.2016

ÁTVR hlaut í síðustu viku Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC í annað sinn. Jafnlaunaúttektin hefur það markmið að greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.

Lokað á uppstigningardag

04.05.2016

Miðvikudaginn 4.apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið til kl. 19, nema í Skútuvogi, Skeifu og á Dalvegi, en þar er opið til kl. 20.

ÁTVR hlýtur Kuðunginn

25.04.2016

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti ÁTVR í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Síðasta Vínblaðið

17.03.2016

Síðasta tölublað Vínblaðsins er nú komið út, en það hefur verið gefið út fjórum sinnum á ári frá því 2003. Viðskiptavinir sækja í auknum mæli upplýsingar og efni á vefinn og er ákvörðunin um að hætta útgáfunni í samræmi við það.

Endurbætur á Akranesi

22.02.2016

Vínbúðin Akranesi var opnuð 17. febrúar eftir gagngerar endurbætur. Lagfæringar og breytingar voru gerðar á öllu húsnæðinu auk þess sem ný kassaborð voru sett upp. Viðskiptavinir voru mjög jákvæðir meðan á framkvæmdum stóð þrátt fyrir mikið rask og er mikil ánægja með breytinguna. Búðin er nú sérlega björt og falleg auk þess sem öll vinnuaðstaða hefur verið bætt til muna. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í breytta og bætta Vínbúð á Akranesi.

ÁTVR með hæstu einkunn í Íslensku Ánægjuvoginni

11.02.2016

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskiptavinir gefa Vínbúðinni hæstu einkunn. Vínbúðin fékk einkunnina 73,8. Til samanburður var meðaltal allra fyrirtækja í mælingunni 63,0. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

09.02.2016

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls verða 11 tegundir í sölu þetta árið. Sala á Páskabjór hefst í dag Sprengidag