Fréttir
01.11.2016
Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast þriðjudaginn 15. nóvember.
24.10.2016
Eftir kl. 14.38 getur verið skerðing á þjónustu hjá Vínbúðum víða um land vegna kvennafrís.
23.09.2016
Hjólavottun vinnustaða er nýjung á Íslandi en viðurkenningar voru afhentar í fyrsta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 20.september.
16.09.2016
Salan á októberbjór hefst laugardaginn 17. september. Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.
02.08.2016
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa unnið saman að því verkefni að stuðla að plastpokalausu samfélagi, en stefnt að því að Vestfirðir verði að mestu burðarplastpokalausir árið 2017. Vínbúðirnar taka að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni með því að hvetja viðskiptavini til að velja fjölnota og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, en viðskiptavinir hafa val um að kaupa 3 gerðir af fjölnota pokum.
29.07.2016
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu um 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og alls seldust um 719 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu rúmlega 109 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í síðustu viku, þ.e. vikuna 18. - 23. júlí, og þá seldust um 504 þúsund lítrar af áfengi.
08.07.2016
Föroya bjór ehf. hefur, í samráði við Heilbirgðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, innkallað eina lotu af Green Islands Stout frá Föroya Bjór vegna aðskotahlutar sem fundist hefur í einni flösku af vörunni...
01.07.2016
Þrír fyrstu mánuðir þessa árs slógu öll hitamet með látum, segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin. Varar hún við því að loftslagið sé að „breytast með fordæmalausum hraða.“
16.06.2016
Lokað er í öllum Vínbúðum, föstudaginn 17.júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Fimmtudaginn 16.júní er opið eins og um föstudag sé að ræða.
15.06.2016
Vínbúðin Sauðárkróki hefur tekið stakkaskiptum, en unnið hefur verið hörðum höndum við endurbætur undanfarnar vikur