Fréttir
25.03.2024
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.
05.03.2024
Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir við allra hæfi. Uppskriftirnar eru frá sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi og þær má til dæmis flokka eftir hráefni og hvort þær henti fyrir grænmetisætur eða þau sem eru vegan.
21.02.2024
Föroya Bjór ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla bjórinn Tiny Rebel Electric Boogaloo, 330 ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.
21.02.2024
Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 30. mars.
20.02.2024
Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.
16.02.2024
Niðurstaða í Stofnun ársins 2023 var kynnt í gær, fimmtudaginn 15. febrúar, og hlaut Vínbúðin titilinn fyrirmyndarstofnun ársins 2023. Titilinn hljóta fyrirtæki og stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna. Í ár tóku nærri 17.000 starfsmenn þátt í könnuninni. Stærðarflokkarnir eru þrír og er Vínbúðin í flokki þeirra sem eru með 90 eða fleiri starfsmenn.
09.02.2024
Starfsfólk í Vínbúðunum útskrifast úr Vínskóla Vínbúðanna þar sem það fær vandaða fræðslu í vínfræðum til þess að vera sem best til þess fallið að svara spurningum og aðstoða viðskiptavini. Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa síðan enn yfirgripsmeiri þekkingu eftir að ljúka “level 3” prófi frá Wine and Spirits Education Trust (WSET), en ÁTVR hefur kennsluréttindi til að annast námskeiðahald þeirra hér á landi.
24.01.2024
Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum.
15.01.2024
Nú er þorrinn á næsta leiti og sala hafin á þorrabjór í Vínbúðunum, en upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 26. janúar.
Í ár er áætlað að um 25 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.
08.01.2024
Alls seldust um 23,7 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2023. Til samanburðar var sala ársins 2022 rúmlega 24 milljón lítrar og því um 2% minni sala nú en í fyrra..