Fréttir
30.07.2018
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Hefðbundinn opnunartími er dagana fyrir helgina, en lokað er á sunnudag og mánudag..
20.07.2018
Í morgun varð bilun í tölvukerfi ÁTVR sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum.
Nú kl. 11:40 vonum við að búið sé að koma í veg fyrir bilunina og því ættu allar Vínbúðir að geta afgreitt viðskiptavini þó að í einstaka tilfellum séu enn tafir.
Við biðjum viðskiptavini afsökunar á óþægindunum og þökkum þeim þolinmæðina.
25.06.2018
Áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist töluvert undanfarið og bjórtegundum hefur fjölgað í úrvali Vínbúðanna. Öðruvísi bjór flokkast sem allur annar bjór en ljós lager, sem er söluhæsti vöruflokkurinn í Vínbúðunum. Litlar bjórverksmiðjur hafa rutt sér til rúms bæði hérlendis og erlendis og hefur úrval íslenskra bjóra aukist verulega á undanförnum árum.
22.06.2018
Hefðbundin föstudagsopnun er í öllum Vínbúðum í dag, áfram Ísland!
08.06.2018
Vínnes ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað 330 mL glerflöskur af Stella Artois bjór. Er þetta gert þar sem hætta er talin á að hann geti innihaldið gleragnir. Innköllunin nær til eininga sem renna út 6. desember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í Vínbúðum ÁTVR eða Fríhöfninni...
11.05.2018
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 9.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.
Fyrirmyndarstofnanir hljóta þær stofnanir sem þykja skara framúr að mati starfsmanna og er ÁTVR nú í þriðja sæti á þeim lista í flokki stórra stofnana.
09.05.2018
Bókin um fyrstu 90 árin í sögu ÁTVR er nú komin út og er hún er bæði gefin út á prenti og á rafrænu formi. Höfundar bókarinnar eru þau Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. Nokkrar tafir hafa orðið á útgáfunni frá upphaflegri áætlun m.a. var ákveðið að sagan spannaði 90 ára sögu ÁTVR til ársins 2012 og einnig reyndist tímafrekt að finna rétthafa myndanna sem birtast í bókinni.
02.05.2018
Vínbúðin Skútuvogi hefur nú opnað að nýju eftir breytingar. Búðin hefur verið stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun er á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ, en í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum er léttvínum raðað eftir bragðeiginleikum sem gerir viðskiptavinum auðvelt að finna rétta vínið.
30.04.2018
Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, þriðjudaginn 1. maí
26.04.2018
Ekki er hægt að nálgast vörur á vefnum og vöruleitin virkar ekki. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.