Fréttir
02.01.2019
Á árinu 2018 seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.
31.12.2018
Á gamlársdag er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi frá 9 til 14. Lokað er 1.janúar, en opið samkvæmt venju í öllum Vínbúðum miðvikudaginn 2.janúar.
27.12.2018
Í Vínbúðunum er 30. desember að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Þar sem hann ber nú upp á sunnudag verður samkvæmt lögum lokað í öllum Vínbúðum þennan dag. Því má búast við miklum fjölda viðskiptavina laugardaginn 29.desember og einnig á gamlársdag.
20.12.2018
Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2.janúar og opnar aftur föstudaginn 11.janúar.
06.12.2018
Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.
03.12.2018
ÁTVR hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og Festu vegna loftlagsmála. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd, Klappir Grænar lausnir, EFLA, IKEA og ÁTVR, en við val á sigurvegara er m.a. horft til mikilvægis nýsköpunar og árangurs við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
26.10.2018
Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hófst fimmtudaginn 15. nóvember í Vínbúðunum.
Áætlað er að í sölu verði um og yfir 60 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.
04.10.2018
Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en nú er einnig hægt að greiða með debetkorti.
07.09.2018
Hinir ólíku bjórstílar víðs vegar um heiminn eru ansi margir, en brugghús brugga bæði gamla stíla ásamt því að skapa nýstárleg tilbrigði við þekkt stef.
Smekkur hvers og eins ræður þó mestu og því er um að gera að prófa sig áfram við að kynnast hinum ævintýralega heimi bjórsins..
09.08.2018
Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur og þá getur veislureiknivélin komið að góðum notum. Útreikningurinn miðast við áralanga reynslu vínráðgjafa okkar, en niðurstöðurnar eru einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega, en margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa s.s. veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl..