Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Endurbætt Vínbúð í Reykjanesbæ

27.06.2019

Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á Vínbúðinni Reykjanesbæ og hefur búðin öll fengið andlitslyftingu. Búðarrýmið var stækkað auk kælis og allar innréttingar endurnýjaðar. Einnig var starfsmannaaðstaðan bætt verulega.

Vöruval búðarinnar hefur verið aukið töluvert og er nú um 25% meira vöruval

Lokað í Vínbúðum 17. júní

13.06.2019

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur mánudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Hjólað af krafti hjá ÁTVR

03.06.2019

Hjólað í vinnuna er skemmtileg keppni sem eflir liðsheild og hvetur starfsfólk til hreyfingar. Nú hafa verið afhent verðlaun í keppninni og hafnaði Vínbúðin þar í 2. sæti. Vínbúðin Heiðrún fékk einnig æðstu viðurkenningu í Hjólavottun vinnustaða., platínum vottun...

Lokað á uppstigningardag

29.05.2019

Lokað er fimmtudaginn 30. maí, en miðvikudaginn 29. maí verða allar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður  því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 9-20.

Framkvæmdir í Reykjanesbæ

08.05.2019

Þessa dagana er unnið hörðum höndum við endurbætur á Vínbúðinni Reykjanesbæ. Búðin verður öll endurskipulögð og sett í nýjan búning auk þess sem vöruval verður aukið töluvert. Áætlað er að verklok verði í byrjun júní, en til að raska þjónustu sem allra minnst verður búðin opin að mestu leyti á meðan framkvæmdum stendur. Þó verður lokað mánudagana 20. maí og 27. maí.

Lokað 1.maí

30.04.2019

Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, miðvikudaginn 1. maí.

Opið verður lengur í Vínbúðum þriðjudaginn 30.apríl, eða eins og um föstudag sé að ræða.

Lokað sumardaginn fyrsta

23.04.2019

Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl. Miðvikudaginn 24. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður lokað í Vínbúðum miðvikudaginn 1.maí, en opið lengur 30.apríl eins og á föstudegi.

Páskaopnun 2019

17.04.2019

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum skv. venju. Einnig verður lokað sumardaginn fyrsta 25.apríl...

Ársskýrsla ÁTVR 2018

12.04.2019

Ársskýrsla ÁTVR 2018 er komin út, nú í fjórða sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.

Páskabjórinn 2019

15.03.2019

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 14 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 20.apríl.