Fréttir
07.01.2020
Sala á þorrabjór hefst fimmtudaginn 23. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að 15 tegundir af þorrabjór verði í boði, en þegar sala hefst verður hægt að skoða nánar hér á vinbudin.is í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá beint í Vefbúðinni. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 22.febrúar.
02.01.2020
Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018. Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% ..
23.12.2019
Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.
..
17.12.2019
Við bendum á að miðvikudagurinn 18. desember er síðasti dagur til að panta úr Vefbúðinni fyrir þá á landsbyggðinni sem vilja vera nokkuð öruggir um að fá pantanir afhentar fyrir jólin. Ekki er þó hægt að tryggja að vörur skili sér í tæka tíð á alla staði.
13.12.2019
Mikið hefur gengið á í veðrinu síðustu daga sem hefur haft áhrif á opnunartíma Vínbúða um allt land. Í dag ættu allar Vínbúðir að vera opnar. Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði.
11.12.2019
Uppfært miðvikudag: Búið er að opna á Akureyri og Egilsstöðum. Enn eru þó einhverjar raskanir áfram á opnunartíma Vínbúða víða um landið í dag. Reynt verður að opna allar búðir um leið og veður leyfir. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar í dag.
10.12.2019
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu loka vegna veðurs kl 17:00 þriðjudaginn 10. desember. Vínbúðin Akureyri er einnig lokuð og töluvert er um lokanir eða raskanir á opnunartímum víða um land.
09.12.2019
Vegna slæmrar veðurspár getur orðið röskun á opnunartíma Vínbúðanna þriðjudaginn 10. desember.
27.11.2019
Nú hafa tveir nýir fjölnota pokar bæst við í úrval poka hjá Vínbúðunum. Með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði hvetjum við viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka.
13.11.2019
Sala á jólabjór hefst í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, en hægt er að segja að beðið hafi verið eftir bjórnum með mikilli eftirvæntingu. Töluverð aukning er á úrvali miðað við í fyrra, en áætlað er að um 80-90 tegundir af jólavöru verði í sölu þetta árið.