Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lokað 1. maí í öllum Vínbúðum

27.04.2020

Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, föstudaginn 1.maí. Opnunartími á fimmtudag er lengur en venjulega í flestum Vínbúðum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Páskasalan 2020

14.04.2020

Salan í páskavikunni það er frá 6. apríl – 11. apríl var 621.957 lítrar í ár en sambærilega daga í fyrra var salan 526.239 lítrar sem þýðir að aukningin er 18% á milli ára. Á sama tímabili voru 4% fleiri viðskiptavinir í ár eða 98.807 samanborið við 95.158 í fyrra..

Verslum tímanlega fyrir páskana

31.03.2020

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við ítrekum og minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags..

Opið samkvæmt venju

23.03.2020

Allar Vínbúðir eru opnar samkvæmt venju, en við bendum viðskiptavinum á að forðast annatíma eins og hægt er og nota skynsemina í samskiptum við starfsfólk og aðra viðskiptavini. Við bendum á nokkur góð ráð til að forðast mögulegar smitleiðir..

Verslum fyrri hluta vikunnar

12.03.2020

Að jafnaði koma flestir viðskiptavinir í Vínbúðirnar seinnihluta dags á föstudögum og laugardögum. Viðskiptavinir Vínbúðanna eru beðnir um að hafa þetta í huga og hvattir til að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum ef þeir hafa tök á, þ.e. fyrri hluta dags og fyrri hluta vikunnar.

Páskabjórinn 2020

11.03.2020

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 11.apríl.

Allar Vínbúðir opnar í dag

09.03.2020

Verkfalli hefur verið aflýst þar sem samningar hafa náðst. Allar Vínbúðir verða því opnar samkvæmt venju í dag.

Möguleg lokun vegna fyrirhugaðs verkfalls

03.03.2020

Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Einnig hafa verið boðaðar lokanir þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars, ef...

Aukið vöruúrval í Vefbúðinni

24.02.2020

Nú hefur vöruúrvalið verið aukið til muna í Vefbúðinni, en viðskiptavinir ættu nú að geta nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. . Hægt er að panta hér á vefnum og fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu.

Raskanir á opnunartíma vegna veðurs

13.02.2020

Uppfært kl 15.00 (14. febrúar): Allar Vínbúðir hafa nú opnað og verða opnar skv. venju í dag. Vínbúðin Þórshöfn lokar þó kl. 16:30 vegna veðurs.