Fréttir
17.08.2020
Á uppskriftasíðunni hér á vinbudin.is er að finna úrval girnilegra uppskrifta sem hægt er að nýta sér við flest tækifæri. Uppskriftirnar eru allar settar upp af sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi...
05.08.2020
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi er alla jafna með stærstu vikum ársins. Lítil breyting var á því þetta árið, en salan nú var um 1,4% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 784 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 795 þúsund lítrar. Alls komu 127.500 viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra. Salan dreifðist þó með öðrum hætti en í fyrra en talsvert dró úr sölu frá miðvikudegi til föstudags.
23.07.2020
Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæplega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vínbúðan
18.06.2020
Vínbúðin Þórshöfn er nú flutt í nýtt og betra húsnæði að Langanesvegi 2. Vínbúðin flutti sig um set þriðjudaginn 16. júní í töluvert stærra og bjartara húsnæði með góðu aðgengi. Til að þjónusta viðskiptavini enn betur höfum við einnig aukið vöruvalið.
12.06.2020
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Þriðjudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.
Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.
29.05.2020
Ársskýrsla ÁTVR 2019 er komin út, nú í fimmta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.
27.05.2020
Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð í Mosfellsbæ. Vínbúðin er staðsett í sama húsnæði og áður, en nú í stærra og bjartara rými. Vöruval hefur verið aukið og starfsmannaaðstaða bætt til muna.
26.05.2020
Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 1. júní. Opnunartími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 30. maí...
19.05.2020
Lokað er í öllum Vínbúðum á Uppstigningardag fimmtudaginn 21. maí. Miðvikudaginn 20. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 9-20.
02.05.2020
Nú er sumarbjórinn kominn í sölu í Vínbúðirnar, en sölutímabilið er frá 2. maí og lýkur mánudaginn 31. ágúst 2020. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sérstaklega framleiddir sem slíkir.