Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lokað í Vínbúðum 17. júní

12.06.2020

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Þriðjudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.

Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Ársskýrsla 2019 komin út

29.05.2020

Ársskýrsla ÁTVR 2019 er komin út, nú í fimmta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.

Ný Vínbúð í Mosfellsbæ

27.05.2020

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð í Mosfellsbæ. Vínbúðin er staðsett í sama húsnæði og áður, en nú í stærra og bjartara rými. Vöruval hefur verið aukið og starfsmannaaðstaða bætt til muna.

Lokað í Vínbúðunum annan í hvítasunnu

26.05.2020

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 1. júní. Opnunartími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 30. maí...

Lokað á uppstigningardag

19.05.2020

Lokað er í öllum Vínbúðum á Uppstigningardag fimmtudaginn 21. maí. Miðvikudaginn 20. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 9-20.

Sumarbjórinn kominn í sölu

02.05.2020

Nú er sumarbjórinn kominn í sölu í Vínbúðirnar, en sölutímabilið er frá 2. maí og lýkur mánudaginn 31. ágúst 2020. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sérstaklega framleiddir sem slíkir.

Lokað 1. maí í öllum Vínbúðum

27.04.2020

Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, föstudaginn 1.maí. Opnunartími á fimmtudag er lengur en venjulega í flestum Vínbúðum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Páskasalan 2020

14.04.2020

Salan í páskavikunni það er frá 6. apríl – 11. apríl var 621.957 lítrar í ár en sambærilega daga í fyrra var salan 526.239 lítrar sem þýðir að aukningin er 18% á milli ára. Á sama tímabili voru 4% fleiri viðskiptavinir í ár eða 98.807 samanborið við 95.158 í fyrra..

Verslum tímanlega fyrir páskana

31.03.2020

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við ítrekum og minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags..

Opið samkvæmt venju

23.03.2020

Allar Vínbúðir eru opnar samkvæmt venju, en við bendum viðskiptavinum á að forðast annatíma eins og hægt er og nota skynsemina í samskiptum við starfsfólk og aðra viðskiptavini. Við bendum á nokkur góð ráð til að forðast mögulegar smitleiðir..