Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Ný Vínbúð við Mývatn

02.06.2021

Ný og glæsileg Vínbúð við Mývatn hefur opnað að Hraunvegi 8. Opnunartími Vínbúðarinnar er mánudaga- fimmtudaga 16-18, föstudaga 13-18 og lokað er á laugardögum. Verið velkomin!

Sumarlegar uppskriftir

26.05.2021

Sumarið á Íslandi er óáreiðanlegt og sólin stoppar oft ekki lengi við í einu. Íslendingar eru því sérfræðingar í að nýta sérhvern sólardag til að lyfta sér upp og njóta sólargeislanna í botn, skella einhverju girnilegu á grillið og slá upp garð- eða sólpallaveislum með litlum fyrirvara. Þá er tilvalið að prófa nýjar uppskriftir af grillréttum af ýmsu tagi, léttum smáréttum eða sumarlegum salötum.

Vefbúð ÁTVR

25.05.2021

Að gefnu tilefni vill ÁTVR taka fram að ekki á að vera hægt að panta í vefverslun Vínbúðarinnar ef viðkomandi hefur ekki náð áfengiskaupaaldri. Vegna galla í forritun tókst einstaklingi að komast fram hjá öryggiskerfinu og panta vöru í vefbúðinni eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. ÁTVR biðst afsökunar á mistökunum.

Ekki var búið að afhenda vöruna en við afhendingu vöru hjá ÁTVR er gerð krafa um að viðkomandi sýni skilríki og hafi náð 20 ára aldri. Eftir ítarlega skoðun kom í ljós að þetta var eina skiptið sem kerfið virkaði ekki rétt. Bætt verður úr gallanum hið snarasta og þakkar ÁTVR ábendinguna. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að viðkomandi einstaklingur fékk áfengið ekki afhent.

Fréttatilkynning frá ÁTVR

17.05.2021

Að undanförnu hafa sprottið upp vefverslanir sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda. Starfseminni er beint gegn lögbundnum einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, sem hefur verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu..

Árs- og samfélagsskýrsla 2020

14.05.2021

Ársskýrsla ÁTVR 2020 er komin út, nú í sjötta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi...

Lokað í Vínbúðum á uppstigningardag

10.05.2021

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 13 maí. Miðvikudaginn 12. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20.

Lokað 1. maí

26.04.2021

Laugardagurinn 1. maí er lögboðinn frídagur á Íslandi og þann dag eru Vínbúðirnar lokaðar. Við bendum viðskiptavinum á að kynna sér opnunartímann áður en lagt er af stað og einnig er vert að kynna sér hvernig álag dreifist á búðirnar. Almennt er minna að gera fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.

Sumar vörur eru sumarvörur

13.04.2021

Mánudaginn 3. maí hefst sumartímabil í Vínbúðunum. Undanfarið hefur verið aukinn áhugi á árstímabundnum vörum, en tímabilin eru þorri, páskar, sumar, október og jól. Í ár lítur út fyrir metþátttöku á vörum fyrir sumartímabilið, en gert er ráð fyrir um 70 vörum. Sumarbjórinn spilar langstærsta hlutverkið, en mjöður og gosblöndur læðast einnig með. Tegundir í tímabilinu eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og oftast sérstaklega framleiddar einungis um sumarið. Sölutímabilið hefst 3. maí og lýkur 31. ágúst.

Lokað sumardaginn fyrsta

12.04.2021

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Miðvikudaginn 21. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Verum tímanlega fyrir páskana

23.03.2021

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við ítrekum og minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags.