Fréttir
13.09.2021
Nú er ný og glæsileg kokteilsíða komin í loftið hér á vinbudin.is. Útlit og innihald hefur verið endurbætt til muna og nú er hægt að leita að kokteilum eftir tilefni s.s. Gott í veisluna, Sumarkokteilar eða Kósí í kuldanum. Fyrir þá þemaglöðu er einnig hægt að flokka kokteilana eftir litum.
26.08.2021
Vínbúðin Eiðistorgi verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 6. september. Opnum aftur þriðjudaginn 14. september. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Austurstræti og Kringlunni..
13.08.2021
Ný lög um burðarpoka tóku gildi í byrjun júlí og í kjölfarið voru einnota pokar sem innihalda plast teknir úr sölu á kassasvæðum búða. Vínbúðirnar ákváðu að hætta alfarið sölu einnota poka og viðskiptavinir hafa tekið vel í breytinguna. Á síðasta ári keypti fjórði hver viðskiptavinur burðarpoka, en nú hefur hlutfallið farið niður í sextánda hvern viðskiptavin. Á sama tíma tvöfaldaðist sala fjölnota poka; fór úr átta þúsund í sextán þúsund.
03.08.2021
Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, sem er ein stærsta vika ársins í sölu, var 814 þúsund lítrar. Það jafngildir 3,6% aukningu frá fyrra ári, en þá seldust 786 þúsund lítrar. Aldrei áður hefur selst jafn mikið magn á einni viku í Vínbúðunum. Í síðustu viku komu 141 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er um 0,3% fjölgun frá sambærilegri viku á fyrra ári.
23.07.2021
Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust 786 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og tæplega 141 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 0,5% meiri en í júlí á síðasta ári.
21.06.2021
Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir og nú sex glænýjar uppskriftir af skelfiskréttum frá VON mathúsi.
Vínsérfræðingar Vínbúðanna gefa ráð um vínval með hverjum rétti, en þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga.
09.06.2021
ÁTVR innkallar vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021. Strikamerki: Á áldós: 735009942004. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 7350099424960..
09.06.2021
Í gær tilkynnti ÁTVR sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi um meint brot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. á skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út. Brotin felast í smásölu áfengis í vefverslunum í trássi við gildandi lög...
07.06.2021
Frá 1. júlí 2021 fást engir einnota pokar í Vínbúðunum. Í júlí taka í gildi nýjar reglur stjórnvalda þar sem sala á einnota pokum er bönnuð við afgreiðslukassa. Samkvæmt reglugerðinni falla allir einnota pokar undir þessa skilgreiningu, einnig lífbrjótanlegir pokar...
04.06.2021
ÁTVR innkallar vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 18.08.21. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.