Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

04.02.2022

ÁTVR innkallar vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu..

Aldarafmæli ÁTVR

03.02.2022

Um þessar mundir fagna Vínbúðirnar 100 afmæli. Margt hefur breyst frá því fyrirtækið var fyrst stofnað þann 3. febrúar1922 og er fyrirtækið í dag margverðlaunað þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavini og starfsfólk í öndvegi..

Þorrabjórinn 2022

07.01.2022

Nú þegar þorrinn gengur senn í garð er eins og áður boðið upp á úrval árstíðabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 13. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 21. janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2021

03.01.2022

Alls seldust 26.386 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2021. Til samanburðar var sala ársins 2020 26.810 þús. lítrar en í heildina dróst salan saman um 1,6% á milli ára. Sala dróst saman í flestum söluflokkum. Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára, freyðivín/kampavín sem jókst um 17% og blandaðir drykkir en sala í þeim flokki jókst um 22% á milli ára.

Aukið vöruúrval í Heiðrúnu

22.12.2021

Eftirspurn eftir fágætum vörum hefur að öllu jöfnu verið mikil fyrir jól og áramót og til að mæta óskum viðskiptavina hefur 100 tegundum af léttvíni og styrktu víni nú verið bætt við vöruúrvalið í Vínbúðinni Heiðrúnu. Allt vöruval Vínbúðanna er einnig hægt að nálgast í Vefbúðinni og hægt að fá vörur sendar í þá Vínbúð sem er næst þér!

Innköllun á Tuborg í gleri

13.12.2021

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml gleri vegna tilkynningar um fund á broti úr gleri í slíkri flösku. Atvikið er nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar, en þar til niðurstaða liggur fyrir hefur verið ákveðið að innkalla flöskur sem eru með framleiðsludagana „18.nóvember 2021“ og „19.nóvember 2021“ og best fyrir dagsetningarnar 18.08.22 og 19.08.22

Verslum tímanlega fyrir hátíðirnar

08.12.2021

Nú líður senn að miklum annatíma í Vínbúðum sem öðrum verslunum og því getur verið sniðugt að vera tímanlega á ferðinni til að forðast mikið álag og raðir. Endilega kynntu þér álagsdreifinguna í Vínbúðunum, en það er mun minna að gera fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins..

Grímuskylda í Vínbúðunum

05.11.2021

Grímuskylda hefur nú verið sett á aftur og tekur gildi í Vínbúðunum frá og með laugardeginum 6. nóvember. Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að kaupa margnota grímur í Vínbúðunum..

Jólabjórinn í sölu 4. nóvember

12.10.2021

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 4. nóvember í Vínbúðunum. Úrvalið hefur aldrei verið meira..

Heiðrún lokar í 2 daga vegna breytinga

12.10.2021

Vínbúðin Heiðrún verður tímabundið lokuð vegna breytinga mánudaginn 25. október og þriðjudaginn 26. október. Við opnum aftur eftir breytingar miðvikudaginn 27. október.