Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Þorravörur 2025

13.01.2025

Nú er þorrinn á næsta leiti en sala hefst á þorrabjór í Vínbúðunum fimmtudaginn 16. janúar. Upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að um 23 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín. Hér á vinbudin.is er hægt að kynna sér úrvalið og sjá í hvaða Vínbúðum hver tegund fæst. Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo við upphaf Góu, eða 22. febrúar. Gleðilegan þorra!

Sala áfengis og tóbaks 2024

03.01.2025

Sala áfengis árið 2024 var 4,2% minni í lítrum en árið á undan. Alls seldust tæplega 22,7 milljón lítrar af áfengi á árinu. Langmest er selt af lagerbjór eða um 16,6 milljón lítrar. Hlutfallslega er mestur samdráttur í sölu rauðvíns en salan minnkaði um 7,7% á milli ára.

Gleðilegt nýtt ár!

02.01.2025

Við þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári og óskum öllum gleðilegs nýs árs!

Gleðilega hátíð!

27.12.2024

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Opnunartíma allra Vínbúða landsins yfir hátíðirnar má nálgast ef opnunartímaflipinn er valinn. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

Gleðilega hátíð!

23.12.2024

Á höfuðborgarsvæðinu verður opið í flestum Vínbúðum á Þorláksmessu frá 11-20 en á Dalvegi, Álfrúnu (Hafnarfirði), Kringlu, Skeifu og Smáralind verður opið til 22. Á aðfangadag er opið frá 10-13 í öllum Vínbúðum höfuðborgarsvæðisins.

Lifandi upplýsingar um áfengissölu

28.11.2024

Nú er hægt að nálgast sölutölur og ýmsar upplýsingar um áfengissölu á skemmtilegan og lifandi hátt hér á vinbudin.is. Hægt að skoða hvernig salan breytist á milli ára og tegunda, skoða hvaðan söluhæstu vörurnar koma og hverjar topp 10 vörurnar eru á hverjum tíma..

Vöruvaktin

15.11.2024

Vefsíðan Vöruvaktin fór í loftið í vikunni í samstarfi níu eftirlitsstjórnvalda sem vilja stuðla að aukinni og einfaldari upplýsingagjöf til neytenda. Öll viljum við treysta því að vörurnar sem við verslum standist þær kröfur og staðla sem gilda á Íslandi. Á vefsíðunni tilkynna stjórnvöldin um gallaðar vörur og upplýsa um innkallanir, fræða um vöruöryggi almennt og skapa vettvang til að móttaka tilkynningar frá neytendum um hættulegar/skaðlegar vörur.

Úrval af gjafavörum

13.11.2024

Nú er runninn upp sá árstími þar sem margir eru í gjafahugleiðingum. Gjafavörur sem geta hentað við ýmis tækifæri eru að sjálfsögðu til í hillum Vínbúðanna, en hvergi er úrvalið meira en í Vefbúðinni. Hægt er að panta þar og fá sent í næstu Vínbúð eða á afhendingarstað víða um land, þér að kostnaðarlausu.

Jólabjórinn mættur

14.10.2024

Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 31. október. Áhugi fyrir jólabjórnum er alla jafna mikill og viðskiptavinir áhugasamir um vöruúrvalið, en í ár hafa borist um 110 umsóknir til sölu á jólavörum sem er nokkuð sambærilegt við undanfarin ár..

ÁTVR í hópi níu bestu

05.09.2024

Í nýlega útgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 var greint frá því að ÁTVR var eitt af þeim níu fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.