Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lifandi upplýsingar um áfengissölu

28.11.2024

Nú er hægt að nálgast sölutölur og ýmsar upplýsingar um áfengissölu á skemmtilegan og lifandi hátt hér á vinbudin.is. Hægt að skoða hvernig salan breytist á milli ára og tegunda, skoða hvaðan söluhæstu vörurnar koma og hverjar topp 10 vörurnar eru á hverjum tíma..

Vöruvaktin

15.11.2024

Vefsíðan Vöruvaktin fór í loftið í vikunni í samstarfi níu eftirlitsstjórnvalda sem vilja stuðla að aukinni og einfaldari upplýsingagjöf til neytenda. Öll viljum við treysta því að vörurnar sem við verslum standist þær kröfur og staðla sem gilda á Íslandi. Á vefsíðunni tilkynna stjórnvöldin um gallaðar vörur og upplýsa um innkallanir, fræða um vöruöryggi almennt og skapa vettvang til að móttaka tilkynningar frá neytendum um hættulegar/skaðlegar vörur.

Úrval af gjafavörum

13.11.2024

Nú er runninn upp sá árstími þar sem margir eru í gjafahugleiðingum. Gjafavörur sem geta hentað við ýmis tækifæri eru að sjálfsögðu til í hillum Vínbúðanna, en hvergi er úrvalið meira en í Vefbúðinni. Hægt er að panta þar og fá sent í næstu Vínbúð eða á afhendingarstað víða um land, þér að kostnaðarlausu.

Jólabjórinn mættur

14.10.2024

Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 31. október. Áhugi fyrir jólabjórnum er alla jafna mikill og viðskiptavinir áhugasamir um vöruúrvalið, en í ár hafa borist um 110 umsóknir til sölu á jólavörum sem er nokkuð sambærilegt við undanfarin ár..

ÁTVR í hópi níu bestu

05.09.2024

Í nýlega útgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 var greint frá því að ÁTVR var eitt af þeim níu fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.

Úrval uppskrifta

06.08.2024

Sumarið er tilvalið til að prófa nýjar og spennandi uppskriftir í mat og drykk, sama hvernig viðrar. Á uppskriftavef Vínbúðarinnar má nálgast fjöldan allan af uppskriftum fyrir ýmis konar tækifæri. Þegar sólin lætur sjá sig er tilvalið að kíkja á grilluppskriftir eða spennandi og fersk salöt, en í rigningarveðri er notalegt að skella í haustlega pottrétti eða annan kósímat og jafnvel para með góðu víni.

Annasöm vika fyrir verslunarmannahelgi

29.07.2024

Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega! Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins. Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum, en flestir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. Í einstaka tilfella þarf að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Sumarlegar uppskriftir

27.06.2024

Íslendingar eru eflaust þjóða bestir í nýta hvern sólageisla sem glittir í til að bjóða í grillveislu, skella í pottapartý eða flatmaga á pallinum með girnilegan kokteil í glasi. Þá kemur vinbudin.is sér vel, því þar má nálgast fjölda uppskrifta af girnilegum grillmat og ljúffengum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Tilvalið er að frysta ber eða ávexti í litlum kúlum, bitum eða sneiðum og nota sem klaka í frískandi sumardrykki. Hér eru dæmi um nokkra kokteila sem gaman er að prófa sig áfram með að blanda og skreyta svo af hjartans list, njótið vel!

Lokað 17. júní

13.06.2024

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur mánudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Mývatn: Lokað vegna veðurs

05.06.2024

Því miður verður ekki hægt að opna Vínbúðina við Mývatn vegna ófærðar í dag, miðvikudaginn 5. júní.