FYRSTI OSTURINN
Ostahleypirinn uppgötvaðist þannig, segir sagan, að á ferðum sínum um heita eyðimörkina notuðu menn kálfamaga til að geyma mjólkina yfir daginn. Þegar kom að langþráðum kvöldverði var mjólkin sæthlaupin. Annarsvegar í ljúffengan hvítan ferskost og hins vegar í gulleita mysu. Osturinn var saðsamur og mysan svalandi.
HVERNIG SKAL GEYMA BRAGÐSTERKA OSTA
Nauðsynlegt er að geyma þá í þéttum umbúðum til þess að hið sterka bragð komist ekki í önnur matvæli.
AF HVERJU FARA VÍN OG OSTAR VEL SAMAN?
Ásamt því hversu góða heild þeir mynda í bragði, þá er þetta vara sem fer í gegnum svipað gerjunarferli og vín. Þar af leiðandi hafa ostar og vín oft svipaðar sýrutegundir, sem gerir það að verkum að þau eiga svona vel saman. Mjög gott er að láta ost standa við stofuhita í u.þ.b. klst. áður en hann er borinn fram, til að ostabragðið njóti sín sem best.
ERU FASTIR OSTAR ÓNÝTIR EF Á ÞEIM MYNDAST MYGLUBLETTIR?
Nei alls ekki. Ostur eru lifandi og því fullkomlega eðlilegt að hann fái slíka bletti við lengri geymslu. Blettirnir eru eingöngu á yfirborðinu og því nægir að skera þá frá.
HVAÐA VÍN HENTA MEÐ OSTUM?
Í vörulistanum á vinbudin.is getur þú fengið upplýsingar um hvaða vín henta vel með ostum.