Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sérpöntun

Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna en hægt er að panta í gegnum Vefbúðina. Í dag er að finna gott úrval af sérpöntuðum vörum í Vefbúðinni okkar á vinbudin.is en skráning þeirra er í höndum áfengisheildsala. Úrvalið eykst því dag frá degi og um að gera að kanna hvort varan sem þú leitar að sé að finna þar.

Sumar sérpantaðar vörur er hægt að kaupa beint af vefnum, en fyrir aðrar er hægt að senda fyrirspurn um fáanleika hverju sinni. Sérpantaðar vörur taka lengri tíma í afhendingu, en áætla má að það geti tekið allt að 10 daga að fá slíka vöru í hendurnar. 

Smelltu hér til að sérpanta vöru


Finnur þú ekki vöruna í Vefbúðinni?

Við bendum þér á að kíkja fyrst í Vefbúðina, en ef þú finnur ekki það sem þú leitar að þar getur þú einnig sent fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan. Þá könnum við fyrir þig hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki er til í vörusafni okkar. Erfitt er að áætla afgreiðslutíma á vörum sem pantaðar eru með þessum hætti, en betra er að panta með góðum fyrirvara.

Athugið að ekki er hægt að skila sérpantaðri vöru!

ÁTVR flytur ekki inn áfengi heldur kaupir frá innlendum áfengisbirgjum.  ÁTVR getur því ekki sérpantað áfengi erlendis frá fyrir einstaklinga. Heimilt er þó fyrir einstaklinga 20 ára og eldri að kaupa áfengi erlendis frá til eigin nota. Lögbundin gjöld eins og áfengisgjald og vsk. eru greidd við tollafgreiðslu vörunnar.  Sjá má upplýsingar um tilheyrandi gjöld, áfengisgjald og vsk. inn á www.tollur.is

FYRIRSPURN UM SÉRPÖNTUN

Hér getur þú sent fyrirspurn til Vínbúðarinnar um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki finnst í vörusafni okkar. Við bendum þér á að skrá eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er um vöruna en þannig eru meiri líkur á að við finnum það sem þú óskar eftir. Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Athugið að ekki er lengur tekið við fyrirspurnum í tölvupósti.
Mynd af vöru: