Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jarðarberjamartini með slöri

Fjöldi
1
Erfiðleikastig
Erfitt
Áhöld
KokteilhristariMæliskeið eða sjússamælirBlandariSigtiRjómasprauta
Innihaldsefni 4 cl vodka 3 jarðarber 1 cl crème de cassis 1 cl sítrónusafi 1 tsk. flórsykur
Hentugt glas
Aðferð

Byrja þarf á því að gera jarðarberjafroðu. Að því loknu þarf að setja öll innihaldsefni í blandara ásamt klaka. Sigtið, hellið í kokteilglas og sprautið froðunni yfir kokteilinn. Einnig má sprauta froðunni fyrst í glasið og hella síðan kokteilnum yfir, þá lyftist froðan upp. 

Gott ráð Jarðarberjafroða: 1,5 dl eggjahvíta (u.þ.b 3-4 hvítur, helst gerilsneyddar) 1,5 dl jarðarber (u.þ.b. 8 meðalstór ber) 4 msk. sykur Safi úr einni sítrónu 1,5 dl vatn Maukið jarðarber og sigtið í gegnum fínt sigti, bætið sykri saman við og hrærið vel. Setjið blönduna í rjómasprautukönnu ásamt sítrónusafa og eggjahvítu og dálitlu vatni ef vill. Lokið sprautukönnunni og hristið hana, fyllið því næst á könnuna með gashylki. Til að fá þéttari froðu er kannan hrist, öðru gashylki bætt við og hrist aftur. Gott er að láta sprautukönnuna standa í kæli í 30 mínútur fyrir notkun.
Fleiri líkjörskokteilar
Mon Cheri líkjörskokteilar
Banana Daiquiri líkjörskokteilar
Vinsælir kokteilar
Espresso Martini líkjörskokteilar
Old fashioned viskíkokteilar
Negroni ginkokteilar