Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bláberja límósína

Fjöldi
4
Erfiðleikastig
Miðlungserfitt
Áhöld
Hnífur og brettiBlandari
Innihaldsefni 1 bolli fersk bláber 3 msk. sykursíróp 3 msk. sítrónusafi 1 bolli Sprite eða Seven-up
Hentugt glas
Aðferð

Setjið öll innihaldsefni nema gosið í blandara og maukið vel. Skiptið blöndunni í fjögur glös og fyllið upp með gosinu. 

Sykursíróp

Setjið jafna hluta af vatni og sykri, 6 cl af hvoru, í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið í blöndunni þar til sykurinn er uppleystur og kælið hana síðan. 

Gott ráð Úr þessum drykk er einnig hægt að gera krap með því að frysta hann án gosdrykkjarins í nokkra tíma, og taka svo úr frystinum nokkrum mínútum fyrir neyslu, sett í rafmagnsblandarann og blandað svo úr verður krap, blöndunni er svo hellt í glös og fyllt upp með gosi. Hægt er að gera þennan kokteil áfengan með því að bæta einum bolla af sítrónulíkjör út í.
Fleiri óáfengir kokteilar
Bláberja límósína óáfengir kokteilar
Græningi óáfengir kokteilar
Vinsælir kokteilar
Old fashioned viskíkokteilar
Negroni ginkokteilar
Mojito rommkokteilar