Hellið öllum innihaldsefnum í kokteilhristara ásamt ísmolum. Hristið hraustlega saman og hellið í kokteilglas í gegnum sigti.
Jarðarberjasíróp
- 500 g jarðarber
- 400 g sykur
Látið jarðarberin í mixer og maukið. Látið bíða í kæli yfir nótt. Sigtið í gegnum fínt sigti í pott, bætið sykrinum út í og hrærið saman. Látið sjóða við lágan hita og hrærið í á meðan þar til sykurinn hefur leyst upp, látið sjóða í 3-4 mínútur. Kælið og setjið á flösku.
Basilíkusíróp
- 1 búnt basilíka
- 30 g sykur
- 30 cl vatn
Sjóðið vatn og sykur. Hreinsið basilíkuna og setjið í sykurlöginn og látið standa í einn dag. Sigtið og sjóðið vökvann í ca. 20 mín.