Chardonnay býr að öllu jöfnu yfir góðri sýru. Humar með sítrónu parast vel með fínlegum Chardonnay eins og frá Chablis í Frakklandi.
Með rjóma eða majónesi getur verið ágætt að fara aðeins sunnar í Búrgúnd (Pouilly-Fuissé, Meursault) eða Chardonnay frá löndum í nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum, Chile og Nýja Sjálandi.