Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bjór í veislur

 

MAGNIÐ

Þegar halda á veislur þá er bjórinn stór þáttur í mörgum samkvæmum. Þá vakna þessar klassísku spurningar hvað þarf ég mikinn bjór í veisluna og hvernig bjór? Vaninn er að reikna með um lítra á mann (2 stórir eða 3 litlir). Margt getur þó spilað inní eins og hversu lengi veislan á að standa eða hvort einungis sé boðið upp á bjór en þá má aðeins auka magnið. Annað sem horft er til er til dæmis aldurssamsetning gesta eða jafnvel árstími en meira virðist fara í veislur á sumrin.

 

GLER EÐA DÓSIR

Þegar velja skal á milli flösku eða dósabjórs ber að hafa nokkra hluti í huga. Í flestum tilfellum er aðeins dýrara að vera með flöskur en að sama skapi sparast gjarnan einhver glasaþvottur. Mörgum finnst það kannski hátíðlegra að vera með flöskur en dósir en það skiptir litlu þegar einhver sér um að hella í glösin. Það sama gildir um val á milli stórra bjóra og lítilla að þegar þjónusta er fyrir hendi (hellt í glös) þá eru stórir bjórar oftast ódýrari. Litlu bjórarnir eru hentugri þegar ekki er þjónustað, því þá verður ekki afgangur þegar hellt er í glös en þau taka flest 330 ml, ekki 500 ml.

 

HVERNIG BJÓR

Lagerbjór er vinsælastur en einnig er tekinn oft léttur (light) bjór með. Annars er gjarnan litið til þess að valin sé bjór frekar hlutlaus í stílnum og henti sem flestum.

Endilega hafðu samband ef þú hefur fleiri spurningar varðandi veisluna þína!

 

 

Veisluvín
veisluvin@vinbudin.is
Sími: 560-7730

Júlli vínráðgjafi
Júlíus Steinarsson, vínráðgjafi

Úr Vínblaðinu (3.tbl.7.árg)