Ofnsteikt lambalæri eða hryggur eru sígildir íslenskir veisluréttir. Það er fátt betra en gómsætt ofnsteikt lamb með eftirlætis kryddunum okkar og uppáhalds meðlætinu. Þá förum við líka í veislugírinn og gerum vel við okkur í víni.
Við erum svo heppin að hafa gríðarlega gott úrval af spænskum vínum í Vínbúðinni og fá vín eiga betur við lambasteik en vínin frá Rioja og Ribera del Duero. Jurtakrydduð lambasteikin á afar vel við Tempranillo þrúguna vegna eikarnotkunar framleiðenda á svæðinu. Smekkur hvers og eins ræður því hvort vínið sem valið er kemur frá Rioja eða Ribera del Duero. Munurinn er sá að Ribera del Duero er vín sem gert er úr 100% Tempranillo, en Rioja vínin eru oftast blöndur af Tempranillo og einni til tveimur öðrum þrúgum. Svo er rétt að árétta að smekkur hvers og eins ræður því hversu bragðmikið við viljum hafa vínið sem við notum hverju sinni.
Ekki er hægt að minnast á ofnsteikur án þess að nefna að flottustu vín Toscana eiga einstaklega vel við, eins og Chianti Classico Riserva, Chianti Classico Gran Selezione, Vino Nobile di Montepulciano og Brunello di Montalcino. Ekki má gleyma hinum frábæru vínum frá Norður-Ítalíu eins og Brunello og Barbaresco