Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þrúgur frá Ítalíu

Catarratto  
Catarratto þrúgan er algeng í víngerð á Sikiley. Vín úr þrúgunni eiga það til að vera frekar létt og einkennalítil þegar lítið er gert til að takmarka uppskerumagn. Sé hins vegar vel að framleiðslunni staðið og uppskerumagnið hæfilegt þá eru vínin fersk og sítruskennd.

Cortese 
Cortese er þrúgutegund sem er hvað algengust á Norður Ítalíu.  Þar þykir hún vera besta hvíta vín svæðisins og eru vínin gjarnan hátt verðlögð.  Vín úr þrúgunni geta verið með góða fyllingu og sýna gjarnan tóna í líkingu við eplahýði og sítrusbörk.

Garganega  
Þrúgan Garganega er uppistaðan í vínunum frá Soave, sem finna má í Veneto á Ítalíu.  Þetta er hvíta vínið sem drukkið er á torgum í Verona og í Feneyjum.  Þrúgan gefur af sér einkennarík vín, þegar þess er gætt að halda uppskerumagninu hæfilegu. Þegar vel er hugsað um hana gefur hún af sér þétt vín með einkennandi möndlutón.

Vermentino  

Vermentino er ákaflega fjölbreytt þrúga sem skilar af sér margskonar vínum vítt og breitt um ítölsk vínhéruð.  Fræg eru vínin frá Liguria, en þau bestu eru þó framleidd í einu virtasta vínhéraði Ítalíu; Toscana.  Vínin eru fræg fyrir sítrónutóna, græn epli, grösuga tóna og fleira.  Þessa þrúgu er einnig að finna í Suður Frakklandi en þar kallast hún Rolle.