Vissir þú að Chenin Blanc er mest ræktaða hvíta þrúgan í Suður Afríku, en þar gengur hún oft undir nafninu Steen? Þekkir þú Albarino þrúguna, en vínin sem úr henni eru gerð eru talin einhver bestu hvítu vín Íberíuskagans?
Hvítvínsþrúgurnar Chardonnay og Riesling þekkja flestir, en mikið er til af minna þekktum hvítum þrúgum sem úr eru gerð fjölbreytt vín. Í apríl og maí verður þeim þrúgum gert hátt undir höfði í Vínbúðunum, þar sem ætlunin er að fræða viðskiptavini um þær minna þekktu hvítu þrúgur sem hægt er að finna í hillum Vínbúðanna. Hér má nálgast fróðleik um þrúgurnar auk girnilegra uppskrifta frá veitingastaðnum Essensia af réttum sem henta sérlega vel að para með þeim. Njótið vel!