Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvað er Tekíla?

 

Líklega það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um Tekíla er salt og sítróna. En hvað er þessi mexíkóski drykkur?

Tekíla er áfengur drykkur (35%-55%) sem búinn er til úr afbrigði af Agave plöntu, eða þykkblöðungi, sem heitir Tequiliana Webber Blue. Til eru um 310 tegundir af Agave en það má bara nota þessa tegund í Tekíla. Agave plantan er engin smásmíði
en hún er fullvaxin um 40-70 kíló en getur orðið allt að 120 kíló að þyngd. Indjánar notuðu þessa plöntu til margra hluta, til dæmis í byggingarefni fyrir hús, í mat, föt og pappír svo fátt eitt sé nefnt.

Agave plantan er fullvaxin um 40-70 kíló
Agave plantan er engin smásmíði en hún er fullvaxin um 40-70 kíló en getur orðið allt að 120 kíló að þyngd.

Einnig eru til skemmtilegar þjóðsögur um þessa plöntu sem innfæddir í Mexíkó elska. Í einni af þessum sögum var gyðja sem hét Mayahuel og var hún gift Petácatl sem var skapari og verndari plöntulífs. Mayahuel þessi var sögð hafa 400 brjóst, eitt fyrir hvert barna hennar. Fleiri ásældust fegurð hennar og náði einn guðinn Quetzalcoatl að nafni að fanga hug hennar, en hann var skapari mannsins. Svo þegar upp kemst um framhjáhald Mayahuel, flúðu hún og Quetzalcoatl til jarðarinnar og földu þau sig sem tré og runna. Langamma Mayahuel Tzinzinmitl varð öskuill við þetta og finnur Mayahuel sem faldi sig sem tré og eyðir henni með eldingu. Quetzalcoatl grefur ösku Mayahuel og upp sprettur Agave plantan.

Tekíla getur bara verið framleitt í Mexíkó, en þar eru samtök sem heita Consejo Regulador Del Tekíla sem sjá til þess að Tekíla sem neytt er í heiminum sé frá tilteknum svæðum í Mexíkó. Þessi svæði eru í sýslunum Jalisco, Nayarit, Guanajuato, Michoacan og Tamaulipas. Þessar fjórar fyrstu liggja allar saman en Tamaulipas er hinum megin í Mexíkó við Mexíkóflóa.  inn Tekílabóndi sem bjó í Tamaulipas sagði að það Agave sem hann ræktaði væri alveg eins gott og það sem ræktað var í   kringum Jalisco svæðið og fékk það viðurkennt. Það sem fylgir hinsvegar aldrei sögunni er að bóndi þessi var sonur forseta   landsins svo það hefur varla verið svo erfitt að fá það í gegn. 

Agave plantan

FLOKKUN Á TEKÍLA

Tekíla skiptist í tvo flokka. Í flokk eitt er blandað Tekíla sem hefur 51% Agave safa en restin getur verið annar safi eins og
Meloses sem er notaður meðal annars í romm. Í flokk tvö verður 100% Agave safi að vera notaður í Tekílað og verður það að vera tappað á í Mexíkó. Síðan skiptist það niður í gæðaflokka sem segja til um aldur þess og þroskun og eru þeir eftirfarandi:

Tekíla er búið til úr agave safa

  • Blanco(Silver) Tekíla sem er tært og hefur ekki verið blandað.
  • Joven(Gold) Tekíla sem hefur verið litabætt með sykri og kannski einhverjum bragðefnum.
  • Reposado Tekíla sem hefur fengið tunnuþroskun í allavega mánuði.
  • Anejo Tekíla sem hefur fengið tunnuþroskun í minnst 1 ár.
  • Extra Anejo Tekíla sem hefur fengið tunnuþroskun í minnst ár.

Um 80% af Tekíla sem fær tunnuþroskun er sett á tunnur sem áður höfðu geymt Jack Daniels vískí. Í Mexíkó er Tekíla notað sem krydd með mat og einnig til að klára góða máltíð og nota þeir sjaldan salt og sítrónu með því.

 

Siggi vínráðgjafi

Sigurður Þór Gunnlaugsson, vínráðgjafi
(úr Vínblaðinu, 2.tbl.7.árg.)